Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins ljóstrar upp sínum leyndardómsfullu matarvenjum að þessu sinni. Diljá Mist býr í Grafarvoginum ásamt fjölskyldu sinni og viðurkennir vel að hún hafi alls ekki fullorðnast þegar kemur að matarvenjum.
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins ljóstrar upp sínum leyndardómsfullu matarvenjum að þessu sinni. Diljá Mist býr í Grafarvoginum ásamt fjölskyldu sinni og viðurkennir vel að hún hafi alls ekki fullorðnast þegar kemur að matarvenjum.
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins ljóstrar upp sínum leyndardómsfullu matarvenjum að þessu sinni. Diljá Mist býr í Grafarvoginum ásamt fjölskyldu sinni og viðurkennir vel að hún hafi alls ekki fullorðnast þegar kemur að matarvenjum.
„Ég er matvandasti fullorðni Íslendingurinn, hef auðvitað áhyggjur af viðbrögðum móður minnar sem finnst að ég eigi aldrei að ræða matarvenjur mínar upphátt,“ segir Diljá Mist og hlær.
Þá er komið að því að ljóstrar því upp sem Diljá Mist borðar helst, spurning hvort kokkurinn á Alþingi hugsi til hennar við matargerðina.
Hvað færðu þér í morgunmat?
„Á virkum dögum Froosh eða hrökkbrauð. Um helgar alvöru rauða kók.“
Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?
„Ég er sísvöng og gríp oft í hrökkbrauð af einhverju tagi. Í þinginu er síðan stórhættulegt síðdegiskaffi sem freistar allt of oft.“
Finnst þér ómissandi að borða hádegisverð?
Já algjörlega, ég get ekki látið oft langt líða milli máltíða. Borga annars fyrir það með hausverk og geðvonsku.“
Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?
„Feitan brauðost og egg.“
Þegar þú ætlar að gera vel við þig í mat og drykk og velur veitingastað til að fara á hvert ferðu?
„Tapas Barinn er í miklu uppáhaldi, Matarkjallarinn og Fjöruborðið Stokkseyri líka.“
Er einhver veitingastaður úti í heimi sem er á „Bucket-listanum“ yfir þá staði sem þú verður að heimsækja?
„Ég er ekki nógu mikill sælkeri til þess. Man aðallega eftir slíku þegar það er mjög langt um liðið frá síðustu McDonald‘s heimsókn.“
Hvað vilt þú á pítsuna þína?
„Pepperóni sem ég svo tek af, bragðið gott en ekki áferðin.“
Uppáhaldsrétturinn þinn?
„Pitsa og mexíkóskir réttir.“
Hvort velur þú kartöflur eða salat á diskinn þinn?
„Kartöflur, ég borða ekki salat.“
Hvort finnst þér skemmtilegra að baka eða matreiða?
„Baka, ekki spurning.“