Er Hollywood-parið að taka saman á ný?

Poppkúltúr | 16. september 2024

Er Hollywood-parið að taka saman á ný?

Hollywood-stjörnurnar Jennifer Lopez og Ben Affleck sáust saman á Beverly Hills-hótelinu í Kaliforníu á laugardag.

Er Hollywood-parið að taka saman á ný?

Poppkúltúr | 16. september 2024

Lopez og Affleck innileg á veitingastað.
Lopez og Affleck innileg á veitingastað. Ljósmynd/AFP

Hollywood-stjörn­urn­ar Jenni­fer Lopez og Ben Aff­leck sáust sam­an á Bever­ly Hills-hót­el­inu í Kali­forn­íu á laug­ar­dag.

Hollywood-stjörn­urn­ar Jenni­fer Lopez og Ben Aff­leck sáust sam­an á Bever­ly Hills-hót­el­inu í Kali­forn­íu á laug­ar­dag.

Lopez og Aff­leck nutu stund­ar­inn­ar og snæddu há­deg­is­verð ásamt börn­um sín­um á fimm stjörnu veit­ingastaðnum Polo Lounge.

Hjón­in, sem standa í skilnaði, vöktu að von­um mikla at­hygli viðstaddra þar sem þau héld­ust í hend­ur öðru hvoru og gældu hvort við annað. 

Börn­in sátu á öðru borði, burt frá for­eldr­um sín­um, og virt­ust leyfa þeim að eiga nota­lega stund í ró og næði.

Lopez sótti um skilnað frá Aff­leck síðla ág­úst­mánaðar eft­ir tveggja ára hjóna­band og var ástæðan sögð vera óá­sætt­an­leg­ur ágrein­ing­ur. 

Nú er bara spurn­ing hvort að stjörnup­arið sé hætt við að skilja?

Lopez og Aff­leck eiga langa sögu sund­ur og sam­an. Þau voru áður trú­lofuð og ætluðu að gifta sig í sept­em­ber 2003 en hættu svo sam­an í byrj­un árs 2004. Þau voru svo vin­ir og byrjuðu aft­ur sam­an 17 árum síðar.

mbl.is