Valdi kærasta fram yfir vinkonu

Andleg heilsa | 16. september 2024

Valdi kærasta fram yfir vinkonu

Rithöfundurinn Samantha Priestley átti kæra vinkonu og þær stöllur voru duglegar að fara saman út á lífið. Um leið og Priestley eignaðist kærasta varð það henni um megn að finna jafnvægi á milli skemmtanalífsins með vinkonunni og heimalífsins með kærastanum. Nú 23 árum síðar sér Priestley eftir því að hafa hætt að umgangast vinkonu sína.

Valdi kærasta fram yfir vinkonu

Andleg heilsa | 16. september 2024

Ástin getur fengið mann til þess að skera á vináttu. …
Ástin getur fengið mann til þess að skera á vináttu. En er það sniðugt? Christina Rivers/Unsplash

Rit­höf­und­ur­inn Sam­an­tha Priest­ley átti kæra vin­konu og þær stöll­ur voru dug­leg­ar að fara sam­an út á lífið. Um leið og Priest­ley eignaðist kær­asta varð það henni um megn að finna jafn­vægi á milli skemmtana­lífs­ins með vin­kon­unni og heima­lífs­ins með kær­ast­an­um. Nú 23 árum síðar sér Priest­ley eft­ir því að hafa hætt að um­gang­ast vin­konu sína.

Rit­höf­und­ur­inn Sam­an­tha Priest­ley átti kæra vin­konu og þær stöll­ur voru dug­leg­ar að fara sam­an út á lífið. Um leið og Priest­ley eignaðist kær­asta varð það henni um megn að finna jafn­vægi á milli skemmtana­lífs­ins með vin­kon­unni og heima­lífs­ins með kær­ast­an­um. Nú 23 árum síðar sér Priest­ley eft­ir því að hafa hætt að um­gang­ast vin­konu sína.

„Ég gleymi því aldrei þegar við kynnt­umst. Við vor­um 16 ára og laumuðum okk­ur inn á krá til að reyna að sníkja drykk. Við vor­um með hvor­um vina­hópn­um fyr­ir sig en um leið og ég sá hana vissi ég að hún væri mann­eskja mér að skapi. Ef til er ást við fyrstu sýn þá var það þarna. Ég spjallaði við hana og við urðum óaðskilj­an­leg­ar.“

„Okk­ur fannst báðum gam­an að fara út á lífið. Við drukk­um sam­an og skemmt­um okk­ur kon­ung­lega. Líf án henn­ar var óhugs­andi. En fimm árum síðar kynnt­ist ég manni.“

Kær­ast­an­um líkaði ekki við hana

„Ég var 21 árs og að verða þreytt á ei­lífu par­tíst­andi. Ég vildi vera heima og hafa kós­í­kvöld. Mig langaði að gift­ast og eign­ast börn. Þessi maður var mynd­ar­leg­ur og þráði mig. Eini hæng­ur­inn var að hann átti ekki sam­leið með vin­konu minni. Hon­um líkaði alls ekki við hana. Mér leið eins og ég þyrfti að velja á milli þeirra.“

Óör­yggi um að kenna

Sam­bands­sér­fræðing­ar segja að við breyt­umst oft til þess að þókn­ast nýj­um maka. Við erum bæði óör­ugg með okk­ur sjálf og þráum svo mjög að sam­bandið lukk­ist. „Þegar maður þekk­ir ekki sjálf­an sig, gildi sín og hvað ger­ir mann ham­ingju­sam­an, þá er auðvelt að breyt­ast til þess að þókn­ast öðrum. Maður aðlag­ast frek­ar öðrum.“

„Það átti við um mig. Ég var óör­ugg með sjálfa mig og hrædd um að mak­inn minn myndi ekki líka vel við mig. Til þess að vera ham­ingju­sam­ur í sam­bandi þá þarf maður fyrst og fremst að vera ham­ingju­sam­ur með sjálf­um sér. Mak­inn er ekki að fara að laga þig. Maki þarf auk þess hvorki að líka vel við alla sem þér lík­ar vel við né hafa sömu áhuga­mál, en hann þarf að virða þín gildi. Það ger­ist aðeins ef þú þekk­ir eig­in gildi, skil­ur þau og virðir þau.“

Leyfði vinátt­unni að fjara út

„Ég sagði ekki vin­kon­unni ber­um orðum að ég væri hætt að um­gang­ast hana. Ég leyfði þessu bara að fjara út. Eig­inmaður­inn var mik­il­væg­ari.“

„Það hefði verið hægt að fara öðru­vísi að þessu. Bara þó að vin­kona passi ekki leng­ur í lífs­stíl­inn þá þýðir það ekki að það þurfi að úti­loka hana úr líf­inu. Vinátta get­ur þró­ast. Þetta þarf ekki að vera klippt og skorið. Það má enn hitt­ast þó að maður sé ekki á út­opnu all­ar helg­ar.“

Finna nýj­ar leiðir til að tengj­ast

„Ég gaf þessu bara aldrei tæki­færi. Ég sagði henni aldrei hvernig mér leið og ég mun því aldrei vita hvort við hefðum getað fundið eitt­hvað út úr þessu. Þegar maður á vini þá á maður að ein­beita sér að þeim eig­in­leik­um sem þeir búa yfir í stað þess að hugsa um allt sem maður var að gera með þeim. Ef vin­ur er stuðnings­rík­ur þá vill maður ekki sleppa taki af slíkri mann­eskju. Frek­ar finn­ur maður nýj­ar leiðir til þess að tengj­ast.“

„Fyr­ir átta árum, eft­ir 16 ára hjóna­band, þá skild­um við. Ég var reiðubú­in að byrja upp á nýtt og fann fyr­ir frels­istil­finn­ingu. Ég rakst á vin­kon­una úti í bóka­búð en svo ekk­ert meir. Ég sakna henn­ar og eng­inn hef­ur komið í henn­ar stað.“

mbl.is