Katrín snúin aftur til starfa

Kóngafólk | 18. september 2024

Katrín snúin aftur til starfa

Katrín prinsessa af Wales sneri aftur til starfa á þriðjudag eftir rúmlega átta mánaða veikindaleyfi.

Katrín snúin aftur til starfa

Kóngafólk | 18. september 2024

Katrín prinsessa af Wales er snúin aftur til starfa.
Katrín prinsessa af Wales er snúin aftur til starfa. AFP

Katrín prinsessa af Wales sneri aftur til starfa á þriðjudag eftir rúmlega átta mánaða veikindaleyfi.

Katrín prinsessa af Wales sneri aftur til starfa á þriðjudag eftir rúmlega átta mánaða veikindaleyfi.

Í byrjun síðustu viku tilkynnti Katrín að hún hefði lokið lyfjameðferð sinni, en hún greindist með krabbamein fyrr á þessu ári. 

Katrín tók á móti félagsmönnum Royal Foundation Center for Early Childhood í Windsor-kastala í gærdag til að ræða um herferð hennar er snýr að fyrstu og mikilvægustu mótunarárum barna. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Court Circular sem greinir frá daglegum viðburðum breskum konungsfjölskyldunnar. 

Katrín kom opinberlega fram í fyrsta sinn um miðjan júní þegar hún fylgdist með afmælisgöngu Karls Bretakonungs, Trooping the Colour, ásamt börnum hennar og Vilhjálms Bretaprins. 

mbl.is