Stefnir í fyrstu vaxtalækkun í fjögur ár

Fréttaskýringar | 18. september 2024

Stefnir í fyrstu vaxtalækkun í fjögur ár

Allt útlit er fyrir að seðlabanki Bandaríkjanna muni tilkynna um stýrivaxtalækkun í dag, en það yrði þá fyrsta lækkunin frá árinu 2020. 

Stefnir í fyrstu vaxtalækkun í fjögur ár

Fréttaskýringar | 18. september 2024

Menn bíða spenntir eftir því að heyra hvað Powell seðlabankastjóri …
Menn bíða spenntir eftir því að heyra hvað Powell seðlabankastjóri segir í dag. AFP

Allt útlit er fyrir að seðlabanki Bandaríkjanna muni tilkynna um stýrivaxtalækkun í dag, en það yrði þá fyrsta lækkunin frá árinu 2020. 

Allt útlit er fyrir að seðlabanki Bandaríkjanna muni tilkynna um stýrivaxtalækkun í dag, en það yrði þá fyrsta lækkunin frá árinu 2020. 

Það er þó óljóst hversu mikil lækkunin muni verða, en ákvörðunin hefur áhrif á stöðu viðskiptabanka og annarra lánastofnana sem og rekstur fyrirtækja.

Seðlabanki Bandaríkjanna sendi frá sér yfirlýsingu um að annar dagur fundarhalda hjá peninastefnunefnd bankans hafi hafist kl. 9 að staðartíma í Washington í Bandaríkjunum (kl. 13 að íslenskum tíma). Ákvörðunin verði síðan tilkynnt síðar í dag og í kjölfarið haldinn blaðamannafundur með Jerome Powell, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. 

mbl.is