Weinstein mætti í dómssal á ný

MeT­oo - #Ég líka | 18. september 2024

Weinstein mætti í dómssal á ný

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein mætti að nýju í dómsal í dag þar sem hann neitaði að hafa brotið á konu kynferðislega í hótelherbergi í New York árið 2006.

Weinstein mætti í dómssal á ný

MeT­oo - #Ég líka | 18. september 2024

Weinstein virkaði veiklulegur þar sem hann mætti fyrir dómara í …
Weinstein virkaði veiklulegur þar sem hann mætti fyrir dómara í dag. AFP/Seth Wenig

Banda­ríski kvik­mynda­fram­leiðand­inn Har­vey Wein­stein mætti að nýju í dómsal í dag þar sem hann neitaði að hafa brotið á konu kyn­ferðis­lega í hót­el­her­bergi í New York árið 2006.

Banda­ríski kvik­mynda­fram­leiðand­inn Har­vey Wein­stein mætti að nýju í dómsal í dag þar sem hann neitaði að hafa brotið á konu kyn­ferðis­lega í hót­el­her­bergi í New York árið 2006.

Um er að ræða nýja kæru á hend­ur Wein­stein en þegar hann var spurður hvort hann væri sek­ur um at­hæfið svarði hann því neit­andi. 

Hinn 72 ára gamli Wein­stein und­ir­gekkst bráðahjartaaðgerð fyr­ir aðeins viku síðan og mætti hann í dómsal­inn í hjóla­stól og virt­ist nokkuð veik­b­urða.

„Þökk sé þessu fórn­ar­lambi sem hafði hug í að stíga fram hef­ur Wein­stein nú verið ákærður fyr­ir annað meint of­beld­is­fullt kyn­ferðis­brot,“ sagði sak­sókn­ar­inn Al­vin L. Bragg í yf­ir­lýs­ingu sinni.

Þegar dæmd­ur og bíður end­urupp­töku í öðru máli

Auk þessa mála­ferl­is bíður Wein­stein eft­ir end­urupp­töku á máli þar sem hann er sakaður um nauðgun.

Wein­stein hafði áður verið dæmd­ur í 23 ára fang­elsi í því máli en áfrí­un­ar­dóm­stóll vísaði úr­sk­urðinum frá á þeim for­send­um að dómsmeðferðin hafi ekki verið sann­gjörn þar sem kon­ur sem Wein­stein er ekki sakaður um að hafa brotið á fengu að bera vitni.

Wein­stein sem held­ur því fram að hann hafi aldrei stundað kyn­líf án samþykk­is sit­ur þó áfram í fang­elsi en hann er þegar með 16 ára dóm á bak­inu fyr­ir að nauðga leik­konu árið 2013.

Í júlí var hann flutt­ur á fang­els­is­sjúkra­hús í New York vegna marg­vís­legra heilsu­far­svanda­mála, þar á meðal Covid-sýk­ing­ar og tvö­faldr­ar lungna­bólgu.

mbl.is