Palestínski drengurinn Yazan Tamimi og fjölskylda hans verða ekki flutt úr landi fyrir næsta laugardag og mun fjölskyldan því geta óskað eftir efnislegri meðferð. Helgast þetta af tímaskorti. Þetta kemur fram í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn mbl.is.
Palestínski drengurinn Yazan Tamimi og fjölskylda hans verða ekki flutt úr landi fyrir næsta laugardag og mun fjölskyldan því geta óskað eftir efnislegri meðferð. Helgast þetta af tímaskorti. Þetta kemur fram í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn mbl.is.
Palestínski drengurinn Yazan Tamimi og fjölskylda hans verða ekki flutt úr landi fyrir næsta laugardag og mun fjölskyldan því geta óskað eftir efnislegri meðferð. Helgast þetta af tímaskorti. Þetta kemur fram í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn mbl.is.
Svar embættisins er eftirfarandi:
„Síðastliðinn mánudag var fyrirhugaður flutningur palestínskrar fjölskyldu til Spánar stöðvaður að beiðni ríkisstjórnarinnar eins og fram hefur komið í fjölmiðlum.
Að baki hverrar fylgdar er mikill undirbúningur, m.a. náið samráð við yfirvöld í móttökuríki til að tryggja öryggi, aðbúnað og faglega móttöku. Miðað við þann tímaramma sem almennt er gefinn til undirbúnings er ljóst að ekki verður af flutningi fjölskyldunnar að svo komnu þar sem frá og með næstkomandi laugardegi, þann 21. September, mun fjölskyldan geta óskað eftir efnislegri meðferð umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd hér á landi.“
Mál Yazans sem er með vöðvahrörnunarsjúkdóminn Duchenne hefur vakið mikla athygli en hann kom til landsins ásamt fjölskyldu inni fyrir rúmu ári í leit að alþjóðlegri vernd.
Umsókn fjölskyldunnar var synjað í byrjun sumars og var þeirri ákvörðun mótmælt harðlega og undirskriftarlisti til stuðnings Yazans stofnaður.
Aðfaranótt sunnudags bárust fregnir af því að Yazan hefði verið sóttur í Rjóðrið, hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítalans fyrir langveik fötluð börn, og fluttur á Keflavíkurflugvöll en til stóð að flytja hann til Spánar um morguninn.
Ástæða þess að senda átti hann þangað var að Yazan og foreldrar hans millilentu á Spáni á leið sinni til Íslands, en þurftu vegna verkfalls að yfirgefa flugvöllinn sem hafði þær afleiðingar að þar með þurftu þau að skrá sig inn í landið og brottvísunarákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar urðu virk.
Brottvísuninni var hins vegar frestað á síðustu stundu eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra bað um að hún yrði fyrst rædd í ríkisstjórn.
Mál fjölskyldunnar var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær en að þeim fundi loknum var málflutningur ráðherra nokkuð misvísandi.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, sem gaf fyrirmæli um frestunina, sagði eftir fundinn í gær að brottvísun fjölskyldunnar stæði enn til, en jafnframt að það hefði verið sér þvert um geð að fresta henni.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók í sama streng og sagði frestunina og umfjöllun ríkisstjórnar ekki gefa nein fordæmi.
Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra taldi aftur á móti að niðurstaðan yrði „góð fyrir Yazan og fjölskyldu hans“ og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, sagði að hann myndi fá efnislega meðferð.
Nú er komið í ljós að svo verður og mun Yazan og fjölskylda því fá að dvelja hér áfram, að minnsta kosti þar til málsmeðferðinni er lokið.
Eins og áður segir er það þó ekki vegna þess að stjórnsýsluákvörðunin var felld úr gildi heldur vegna þess að ekki gefst tími til að undirbúa brottvísunina fyrir laugardag, en þá rennur út frestur spænskra yfirvalda til viðtöku fjölskyldunnar.