Hætta vegna jarðfalls í sprungur metin töluverð

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 19. september 2024

Hætta vegna jarðfalls í sprungur metin töluverð

Vinna stendur enn yfir við að girða af og merkja hættuleg svæði innan Grindavíkur. Er sú vinna á vegum Grindavíkurnefndar. Þykir sú vinna nauðsynleg til að koma í veg fyrir möguleg slys eða tjón af völdum þeirrar hættu sem er til staðar.

Hætta vegna jarðfalls í sprungur metin töluverð

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 19. september 2024

Í nýju hættumati er heildarhættan fyrir Grindavík metin nokkur.
Í nýju hættumati er heildarhættan fyrir Grindavík metin nokkur. mbl.is/Árni Sæberg

Vinna stendur enn yfir við að girða af og merkja hættuleg svæði innan Grindavíkur. Er sú vinna á vegum Grindavíkurnefndar. Þykir sú vinna nauðsynleg til að koma í veg fyrir möguleg slys eða tjón af völdum þeirrar hættu sem er til staðar.

Vinna stendur enn yfir við að girða af og merkja hættuleg svæði innan Grindavíkur. Er sú vinna á vegum Grindavíkurnefndar. Þykir sú vinna nauðsynleg til að koma í veg fyrir möguleg slys eða tjón af völdum þeirrar hættu sem er til staðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofunnar þar sem greint er frá breytingum á hættumati.

Helstu breytingarnar snúa að mati á hættu vegna sprunguhreyfinga og jarðfalls ofan í sprungur. Þessar tvær hættur hafa verið lækkaðar fyrir nánast öll svæði.

Heildarhættan fyrir Grindavík er enn metin nokkur en hætta vegna jarðfalls ofan í sprungur er metin hærri, eða töluverð. Hættumatið tekur ekki tillit til mótvægisaðgerða á borð við girðingarvinnu.

Fyrir utan þá hættu sem Veðurstofan metur eru fleiri þættir sem hafa áhrif á hversu mikil áhætta fylgir því að dvelja innan bæjarins hverju sinni, s.s. takmarkaðar flóttaleiðir, sprunguviðverðir, hús sem geta hrunið, hætta af löskuðum rafstrengjum o.s.frv.“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Hættumat Veðurstofu.
Hættumat Veðurstofu.
mbl.is