510 milljónir í hreinorku vörubíla

Orkuskipti | 20. september 2024

510 milljónir í hreinorku vörubíla

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að veita 510 milljónum króna í styrki til kaupa á hreinorku vörubifreiðum á þessu ári.

510 milljónir í hreinorku vörubíla

Orkuskipti | 20. september 2024

Fyrsti rafknúni vörubíllinn frá Mercedes-Benz.
Fyrsti rafknúni vörubíllinn frá Mercedes-Benz. Ljósmynd/Aðsend

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra hef­ur ákveðið að veita 510 millj­ón­um króna í styrki til kaupa á hrein­orku vöru­bif­reiðum á þessu ári.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra hef­ur ákveðið að veita 510 millj­ón­um króna í styrki til kaupa á hrein­orku vöru­bif­reiðum á þessu ári.

Er þetta í annað sinn sem slík­ir styrk­ir eru veitt­ir, en áætlað er að rúm­lega 600 þúsund lítr­ar af olíu spar­ist ár­lega með notk­un hrein­orku vöru­bif­reiðanna sem hljóta styrk að þessu sinni.

Seg­ir í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðsins að hvert tæki sem kom­ist á hreina orku vegi þungt í orku­skipt­um, þar sem hvert tæki noti marg­falt meiri olíu á við venju­lega fólks­bif­reið.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Helm­ingi fleiri um­sókn­ir í ár

All­ar 55 um­sókn­irn­ar sem bár­ust voru samþykkt­ar með upp­hæðum sam­kvæmt sam­rýmd­um viðmiðum. Sótt var um 621 millj­ón­ir kr. og komu 510 millj­ón­ir kr. til út­hlut­un­ar. Helm­ingi fleiri styrkjaum­sókn­ir bár­ust Orku­sjóð í ár en í fyrra.

„Flest­ar voru um­sókn­irn­ar að þessu sinni vegna kaupa á stærri sendi­bíl­um eða pall­bíl­um með stór­um raf­hlöðum, en einnig var tals­vert um um­sókn­ir vegna stærri vöru­bif­reiða með enn stærri og öfl­ugri raf­hlöðum,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra að mik­il­vægt sé að tryggja áfram­hald­andi vinnu voð þriðju orku­skipt­in.

„Við þurf­um að tryggja að vinna við þriðju orku­skipt­in haldi áfram og sýna þar sömu hugdirfsku og forfeður okk­ar gerðu er þeir fóru í fyrstu og önn­ur orku­skipt­in.“

mbl.is