Læknaði sig af sjálfsofnæmi á átján mánuðum

Andleg heilsa | 20. september 2024

Læknaði sig af sjálfsofnæmi á átján mánuðum

Danielle Collins er frumkvöðull í andlitsjóga og hefur starfað í þeim bransa í yfir tuttugu ár. Þegar hún var rúmlega tvítug og nýútskrifuð sem kennari veiktist hún illa og var greind með sjálfsofnæmi. Hún var rúmföst og fór lítið sem ekkert út fyrir heimilið. Í kjölfarið kynntist hún jóga og lífið breyttist til hins betra.

Læknaði sig af sjálfsofnæmi á átján mánuðum

Andleg heilsa | 20. september 2024

Draumur Danielle um að sjá norðurljósin rættist í heimsókninni til …
Draumur Danielle um að sjá norðurljósin rættist í heimsókninni til Íslands. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Danielle Coll­ins er frum­kvöðull í and­lit­sjóga og hef­ur starfað í þeim bransa í yfir tutt­ugu ár. Þegar hún var rúm­lega tví­tug og ný­út­skrifuð sem kenn­ari veikt­ist hún illa og var greind með sjálfsof­næmi. Hún var rúm­föst og fór lítið sem ekk­ert út fyr­ir heim­ilið. Í kjöl­farið kynnt­ist hún jóga og lífið breytt­ist til hins betra.

Danielle Coll­ins er frum­kvöðull í and­lit­sjóga og hef­ur starfað í þeim bransa í yfir tutt­ugu ár. Þegar hún var rúm­lega tví­tug og ný­út­skrifuð sem kenn­ari veikt­ist hún illa og var greind með sjálfsof­næmi. Hún var rúm­föst og fór lítið sem ekk­ert út fyr­ir heim­ilið. Í kjöl­farið kynnt­ist hún jóga og lífið breytt­ist til hins betra.

Þetta var fyrsta heim­sókn Danielle til Íslands en hún kom til lands­ins á veg­um húðvörumerk­is­ins BI­OEF­FECT þegar nýja augnkremið þeirra var kynnt til leiks. Ósk henn­ar við komu hingað til lands var að sjá norður­ljós­in sem rætt­ist síðar sama kvöld.

„Ég ætlaði alltaf að verða kenn­ari. En svo veikt­ist ég og fór frá því að vera ein­hver sem var alltaf mjög upp­tek­in og stressuð í það að þurfa að hætta öllu. Ég var alls ekki fyr­ir neina heild­ræna nálg­un eða jóga. En lækn­arn­ir sögðu mér að ég gæti lítið gert við sjálfsof­næm­inu, ég myndi annað hvort kom­ast yfir það inn­an nokk­urra vikna eða þurft að lifa með því alla mína ævi,“ seg­ir Danielle.

„Mér var svo ráðlagt að prófa jóga. Það eina sem ég gat gert í upp­hafi var djúpönd­un og létt­ar teygj­ur upp í rúmi því ég var svo þjáð. En um leið og ég byrjaði á þessu þá fór ég að lækn­ast smám sam­an.“

Jóga átti hug henn­ar all­an og trúði hún að það myndi hjálpa sér. „Ég hug­leiddi, gerði önd­un­aræf­ing­ar, létt jóga, nála­stung­ur og hitti lífsþjálfa. Ég vildi gera hvað sem er til að lækna sjálfa mig að inn­an og trúði því að það myndi smit­ast út á við. Ég tel mig hafa gengið í gegn­um þetta að ástæðu því ég vildi alltaf hjálpa og kenna öðrum. Þetta breytti veg­ferðinni og sýndi mér hvað ég átti í raun­inni að vera að gera.“

Danielle tókst að losa sig við sjálfsof­næmið að fullu á inn­an við átján mánuðum. „Ég fór frá því að vera rúm­föst yfir í að vera heil­brigðari og ánægðari sem aldrei fyrr. Í kjöl­farið fór ég að kenna slök­un, jóga, hug­leiðslu og bætti við mig þekk­ingu.“

Danielle er frumkvöðull í andlitsjóga.
Danielle er frum­kvöðull í and­lit­sjóga. Ljós­mynd/​Elísa­bet Blön­dal

Fáir mögu­leik­ar fyr­ir and­litið

Hún sótti meðal ann­ars nám­skeið í jóga­kennslu, nær­ing­ar­fræði, and­litsnuddi og hef­ur reynt að bæta við sig einu nám­skeiði á hverju ári síðan þá. Hún fór fljót­lega að taka eft­ir því að fólk spurði hana út í hvað hægt væri að gera fyr­ir and­litið með jóga.

„Fyr­ir tutt­ugu árum síðan voru fáir mögu­leik­ar. Það var ekki sama úr­val af húðvör­um, það voru eng­ir sam­fé­lags­miðlar og fólk gat ekki nálg­ast upp­lýs­ing­ar. Fáir voru að fá sér bótox eða sækja svipaðar meðferðir, ég veit hrein­lega ekki hvort það var til þá, en það var mikið af fólki sem var hrifið af jóga og þess­ari heild­rænu nálg­un á feg­urð. Ég man eft­ir því að hafa hugsað með mér þegar ég var að læra jóga­kenn­ar­ann hversu fá­rán­legt það er að við lær­um allt um lík­amann frá hálsi og niður en við erum með 57 vöðva í höfðinu, and­liti og háls­svæðinu sem við ger­um í raun ekk­ert við. Svo ég fór að kanna málið bet­ur,“ seg­ir hún.

Danielle setti sam­an nokkr­ar æf­ing­ar sem hún prófaði í lok jóga­tím­ans. „Í lok hvers tíma gerðum við nokkr­ar mín­út­ur af and­lit­sjóga og þannig byggði ég þetta upp­haf­lega upp. Ég hef verið svo hepp­in síðan þá að geta kennt þetta um all­an heim,“ seg­ir hún og bros­ir.

Á síðustu tutt­ugu árum hef­ur Danielle gefið út tvær bæk­ur, held­ur reglu­lega vefnám­skeið, deil­ir mynd­skeiðum á Youtu­be, er virk á sam­fé­lags­miðlum og held­ur viðburði um all­an heim.

„Áður en ég átti börn hélt ég mun fleiri viðburði. Ég kenndi vik­um sam­an á Maldi­ve-eyj­um sem var dá­sam­legt en síðustu tíu ár hef ég minnkað þetta. Ég vinn mjög mikið með húðvörumerkj­um, bæði í Bretlandi og ann­arsstaðar eins og hér í dag.“

Hún náði að lækna sjálfa sig af sjálfsofnæmi með ýmsum …
Hún náði að lækna sjálfa sig af sjálfsof­næmi með ýms­um aðferðum. Ljós­mynd/​Elísa­bet Blön­dal

Kýs ekki bótox eða fyll­ing­ar­efni

Þegar hún fór að kenna and­lit­sjóga fyrst var eng­inn ann­ar að gera þetta eins og hún að henn­ar mati. „Marg­ir þætt­ir koma frá hefðbundnu jóga og kín­verskri lækn­is­fræði svo auðvitað hef­ur fólk verið að nota þess­ar aðferðir um ára­bil. En eng­inn hafði sett þetta sam­an eins og ég, í eitt­hvað sem fólk gæti gert á auðveld­an hátt heima hjá sér og með aðgengi­legri um­fjöll­un og kennslu.“

Hvað tek­ur lang­an tíma að sjá ár­ang­ur í and­lit­sjóga?

„Það er mis­jafnt eft­ir fólki og það er margt sem spil­ar inn í. Það mik­il­væg­asta af öllu er að halda takti og hafa sam­ræmi. Reynd­ar mynd­irðu al­veg sjá mun eft­ir eitt skipti, þá tæk­ir þú eft­ir því að húðin er frísk­legri og það er minni spenna í vöðvum. En með því að gera smá á hverj­um degi þá ferðu að sjá ár­ang­ur eft­ir viku til tvær, fínni lín­ur hverfa og and­litið er mótaðra. Ef að fólk er með dýpri hrukk­ur þá gæti það tekið nokkra mánuði að jafna það út. Þetta er alls eng­in skyndi­lausn en það sem þetta ger­ir er að húðin batn­ar með hverj­um deg­in­um.

Marg­ir velja bótox eða fyll­ing­ar­efni og þó ég sé að sjálf­sögðu ekki á móti því þá er það ekki eitt­hvað sem ég geri sjálf. En þeir sem ákveða að fara þá leið sjá yf­ir­leitt ár­ang­ur mjög fljótt sem er síðan fljótt að hverfa. Þá verður að fara aft­ur.“

Held­urðu að það sé í al­vöru hægt að hægja á öldrun húðar­inn­ar?

„Það fer auðvitað eft­ir mörgu eins og hversu oft þú stund­ar and­lit­sjóga. Lífs­stíll­inn hef­ur líka gríðarleg áhrif. Stund­um sé ég konu á sex­tugs­aldri og tek eft­ir því að hún lít­ur út fyr­ir að vera fimm til tíu árum yngri eft­ir viku. En ég hef líka séð fólk um tví­tugt sem sjá ekki jafn góðar niður­stöður og ég held að lífs­stíll­inn komi þar inn í. Þetta er heild­ræn nálg­un og and­lit­sjóga er áhrifa­mikið en það þarf líka að hugsa um svefn­inn, minnka streitu, drekka nóg af vatni, borða holl­an mat og vernda húðina fyr­ir sól­inni.“

Hef­urðu áhyggj­ur af gríðarleg­um vin­sæld­um bótox- og fyll­ing­ar­efna í dag?

„Nei, svo sem ekki. Ég tek auðvitað eft­ir mik­illi aukn­ingu en kann­an­ir sýna að þetta er vax­andi iðnaður. En á hinn bóg­inn er líka meiri áhersla á nátt­úru­lega feg­urð, snyrti­vörumarkaður­inn er í mikl­um vexti og líka blíðari and­litsmeðferðir. Mér finnst það frá­bært því það þýðir að það er eitt­hvað fyr­ir alla. Þetta er kannski í fyrsta sinn í sög­unni sem kon­ur eiga val um hvað þær ákveða að gera við and­litið á sér, hvernig lífs­stíl þær lifa og hugsa um lík­amann sinn. Svo þegar kem­ur að bótox og fyll­ing­ar­efn­um, svo lengi sem að ein­stak­ling­ur­inn er mjög meðvitaður um þetta og fer til réttu húðlækn­anna þá er það hans val. En ég býð upp á aðra og nátt­úru­legri lausn. Sum­ir af mín­um viðskipta­vin­um gera bæði, bótox og and­lit­sjóga. En ég myndi þó segja að flest­ir sem stunda and­lit­sjóga eru að leita að öðrum nátt­úru­legri val­kosti.“

Finn­ur tíma þegar börn­in sofa

Hvernig er best að byrja?

„Ég mæli alltaf með að fólk byrji smátt, finni sér eina til tvær æf­ing­ar og aðeins í tvær til þrjár mín­út­ur á dag. Koma þessu hægt inn í rútín­una, til dæm­is þegar þú ert að þrífa þig í fram­an á kvöld­in eða á morgn­ana. Svo ef þú get­ur byggt þetta upp í tíu til tólf mín­út­ur á dag þá er það frá­bært. Ég er tveggja barna móðir og morgn­arn­ir mín­ir eru er­ilsam­ir svo ég get lítið gert þá. En á kvöld­in þegar börn­in eru sofnuð þá hef ég meiri tíma fyr­ir lengri rútínu. Tíu mín­út­ur á hverj­um degi gera mjög mikið.“

Hvert ert mark­miðið þitt?

„Ég vil að fólk sé besta út­gáf­an af sjálf­um sér. Ég trúi því inni­lega er að það sjá­ist utan á okk­ur hvernig okk­ur líður innra með. Ég kenni þér að styrkja and­litsvöðvana og nudda húðina en þetta kem­ur mest inn­an frá. Ég vil hjálpa fólki með heils­una og al­menna vellíðan.“

Hún seg­ir sam­fé­lags­miðla hafa breytt heim­in­um henn­ar mjög mikið. „Þegar ég byrjaði eyddi ég mikl­um tíma í að koma mér að í tíma­rit­um og sjón­varpsþátt­um, þannig kom ég mér upp­haf­lega á fram­færi. En á síðustu tíu til fimmtán árum hef­ur þetta þró­ast í þá átt­ina að það er bók­staf­lega hægt að taka sím­ann úr vas­an­um, taka upp mynd­skeið og hlaða því á vef­inn á nokkr­um mín­út­um.“

Auk­in sam­keppni með komu sam­fé­lags­miðla hef­ur þó ekki haft áhrif á vel­gengni henn­ar. „Það skipt­ir miklu máli að vera trúr sjálf­um þér og vera ekta.“

mbl.is