Olga Lilja og Bergsteinn fundu ástina á Rúv

Ný pör | 21. september 2024

Olga Lilja og Bergsteinn fundu ástina á Rúv

Ástin getur tekið hús á fólki þegar það síst á von á og eru Bergsteinn Sigurðsson og Olga Lilja Bjarnadóttir gott dæmi um það.

Olga Lilja og Bergsteinn fundu ástina á Rúv

Ný pör | 21. september 2024

Olga Lilja Bjarnadóttir og Bergsteinn Sigurðsson fundu ástina í vinnunni.
Olga Lilja Bjarnadóttir og Bergsteinn Sigurðsson fundu ástina í vinnunni. Samsett mynd

Ástin get­ur tekið hús á fólki þegar það síst á von á og eru Berg­steinn Sig­urðsson og Olga Lilja Bjarna­dótt­ir gott dæmi um það.

Ástin get­ur tekið hús á fólki þegar það síst á von á og eru Berg­steinn Sig­urðsson og Olga Lilja Bjarna­dótt­ir gott dæmi um það.

Berg­steinn er þátta­stjórn­andi hjá Rúv og það fer eng­inn í beina út­send­ingu, eða út­send­ingu yfir höfuð hjá stofn­un­inni, nema að vera með púðraðar kinn­ar. Það var ein­mitt í förðun­ar­stóln­um sem leiðir þeirra lágu sam­an en Olga Lilja er förðun­ar­fræðing­ur og starfar hjá Rúv í förðun­ar­deild­inni. 

Lærði að smíða

Berg­steinn var áður blaðamaður á Frétta­blaðinu áður en hann hóf störf hjá Rúv.

Meðfram störf­um hjá Rúv lærði hann að vera smiður til þess að geta gert upp eldra hús sem hann hafði fest kaup á. 

Húm­oristi sem kann að bjarga sér

Olga Lilja er skemmti­leg æv­in­týra­kona.

Í fyrra greindi hún frá því í viðtali á Rás 2 hvernig hún hefði farið að því að borga leig­una þegar hún bjó í Kaup­manna­höfn. Hún er ekki bara söng­elsk held­ur ein­stak­ur húm­oristi. 

Smart­land ósk­ar Berg­teini og Olgu Lilju til ham­ingju með ást­ina!

mbl.is