Skipum fækkar ef fjármagn fæst ekki

Öryggi sjófarenda | 21. september 2024

Skipum fækkar ef fjármagn fæst ekki

Fjármögnun endurnýjunar björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur ekki gengið eins vel og vonir stóðu til en ljóst er að ef ekki næst að ljúka fjármögnuninni á næstu árum mun þurfa að fækka björgunarskipum við strendur landsins.

Skipum fækkar ef fjármagn fæst ekki

Öryggi sjófarenda | 21. september 2024

Endurnýja þarf flota björgunarskipanna, sem sum eru orðin ára-tugagömul og …
Endurnýja þarf flota björgunarskipanna, sem sum eru orðin ára-tugagömul og slitin eftir því. Mynd frá æfingu björgunarfólks á Siglufirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjár­mögn­un end­ur­nýj­un­ar björg­un­ar­skipa Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar hef­ur ekki gengið eins vel og von­ir stóðu til en ljóst er að ef ekki næst að ljúka fjár­mögn­un­inni á næstu árum mun þurfa að fækka björg­un­ar­skip­um við strend­ur lands­ins.

Fjár­mögn­un end­ur­nýj­un­ar björg­un­ar­skipa Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar hef­ur ekki gengið eins vel og von­ir stóðu til en ljóst er að ef ekki næst að ljúka fjár­mögn­un­inni á næstu árum mun þurfa að fækka björg­un­ar­skip­um við strend­ur lands­ins.

Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari Kristjáns Þórs Harðar­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Lands­bjarg­ar, við fyr­ir­spurn mbl.is.

Hófu söfn­un fyr­ir skip­un­um

Stefán Jón Pét­urs­son, meðstjórn­andi í Björg­un­ar­sveit­inni Blakki á Pat­reks­firði, vakti at­hygli á mál­inu í Face­book-færslu í gær.

Þar rek­ur hann að staðið hafi til að end­ur­nýja flot­ann, sem tel­ur 13 skip, um nokk­urt skeið.

Þrjú end­ur­nýjuð skip eru þegar kom­in til lands­ins og það fjórða er á leiðinni

„Þessi gömlu skip eru flest um fjöru­tíu ára göm­ul og al­gjör­lega úr sér geng­in. Nú er hins veg­ar kom­in upp sú staða að lík­legt er að þessi níu skip verði ekki end­ur­nýjuð. Hef­ur gengið brös­ug­lega að fjár­magna þau og er kom­in sú staða að 30. sept­em­ber vant­ar 170 millj­ón­ir til að halda þess­ari veg­ferð áfram og halda samn­ingn­um við skipa­smíðastöðina lif­andi,“ seg­ir Stefán í færsl­unni en í henni bend­ir hann sömu­leiðis á að Blakk­ur hafi hafið söfn­un vegna verk­efn­is­ins.

Ekki gengið jafn vel og von­ast var til

Í skrif­legu svari sínu við spurn­ing­um mbl.is um málið staðfest­ir Kristján Þór þenn­an vanda við fjár­mögn­un­ina.

„Það er rétt, eins og fram kom í færslu á sam­fé­lags­miðlum á föstu­dag, að fjár­mögn­un end­ur­nýj­un­ar björg­un­ar­skipa Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar hef­ur ekki gengið eins vel og von­ir stóðu til.

Það er einnig rétt að nú í byrj­un októ­ber renn­ur upp sú dag­setn­ing að samn­ing­ur okk­ar við skipa­smíðastöðina kveður á um að staðfest­ing á næsta skipi skuli liggja fyr­ir,“ seg­ir Kristján en hann bend­ir á að verk­efnið sé ekki í neinu upp­námi enn og að viðræður um fjár­mögn­un standi yfir.

Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
Kristján Þór Harðar­son, fram­kvæmda­stjóri Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar. Ljós­mynd/​Lands­björg

Viðræður við út­gerðina og ríkið 

„Viðræður við til að mynda út­gerðina um mynd­ar­lega aðkomu henn­ar að verk­efn­inu standa enn, og það er von fé­lags­ins að út­gerðin muni koma að verk­efn­inu, enda hafa út­gerðir lands­ins staðið mynd­ar­lega við bakið á fé­lag­inu í gegn­um tíðina og tekið þátt í fjár­mögn­un þeirra þriggja skipa sem eru kom­in til lands­ins,“ seg­ir Kristján og bæt­ir við:

„Já­kvæðar viðræður standa enn­frem­ur yfir við ís­lenska ríkið um aðkomu þess, en verð skip­anna hef­ur hækkað í krón­um talið frá því að upp­hæð hlut­ar rík­is­ins var ákveðin í fjár­lög­um.“

Að lok­um bend­ir Kristján þá á að ef ekki tekst að staðfesta smíði á næsta skipi á til­sett­um tíma, er hætt við að Lands­björg þurfi að bjóða verk­efnið út á ný, með til­heyr­andi töf­um og kostnaði.

Rekst­ur­inn æ erfiðari

„Eft­ir sem áður er það sá raun­veru­leiki sem við okk­ur blas­ir að af 13 björg­un­ar­skip­um fé­lags­ins, eru 9 sem eft­ir standa í end­ur­nýj­un­ar­áætl­un­inni, þar af 7 sem eru kom­in á eða yfir fer­tugs­ald­ur­inn. Rekst­ur þeirra verður æ erfiðari og nán­ast úti­lokað er að fá vara­hluti í elstu skip­in ef þau bila,“ seg­ir Kristján og bæt­ir við:

„Það er því ábyrgðar­hluti af fé­lag­inu að halda þeim skip­um á sjó. Við mun­um ekki bjóða sjálf­boðaliðum upp á að fara út á skip­um, jafn­vel í skaðræðisveðri, þegar ör­yggi þeirra sjálfra er ekki tryggt. Því er ljóst að ef ekki næst að ljúka fjár­mögn­un allra skipa, mun þeim fækka á allra næstu árum.“

Björgunarskipið Gísli Jóns. 13 björgunarskip eru nú starfrækt á Íslandi.
Björg­un­ar­skipið Gísli Jóns. 13 björg­un­ar­skip eru nú starf­rækt á Íslandi. Ljós­mynd/​Gústi Producti­ons
mbl.is