„Ég fæ ekki nóg af koddaspjallinu okkar“

Uppeldisráð | 22. september 2024

„Ég fæ ekki nóg af koddaspjallinu okkar“

Birta Rós Hreiðarsdóttir og Eyþór Elí Ólafsson voru aðeins tvítug að aldri þegar dóttir þeirra, Júlía Rós, kom í heiminn síðla júnímánaðar 2020. Þau hafa sinnt foreldrahlutverkinu vel síðustu ár og leggja mikla áherslu á góð tengsl og samverustundir með dóttur sinni. Þau segja það forréttindi að fá að fylgjast með barninu sínu vaxa og dafna.

„Ég fæ ekki nóg af koddaspjallinu okkar“

Uppeldisráð | 22. september 2024

Falleg fjölskylda.
Falleg fjölskylda. Ljósmynd/Úr einkasafni

Birta Rós Hreiðarsdóttir og Eyþór Elí Ólafsson voru aðeins tvítug að aldri þegar dóttir þeirra, Júlía Rós, kom í heiminn síðla júnímánaðar 2020. Þau hafa sinnt foreldrahlutverkinu vel síðustu ár og leggja mikla áherslu á góð tengsl og samverustundir með dóttur sinni. Þau segja það forréttindi að fá að fylgjast með barninu sínu vaxa og dafna.

Birta Rós Hreiðarsdóttir og Eyþór Elí Ólafsson voru aðeins tvítug að aldri þegar dóttir þeirra, Júlía Rós, kom í heiminn síðla júnímánaðar 2020. Þau hafa sinnt foreldrahlutverkinu vel síðustu ár og leggja mikla áherslu á góð tengsl og samverustundir með dóttur sinni. Þau segja það forréttindi að fá að fylgjast með barninu sínu vaxa og dafna.

Birta Rós deilir hér fimm af sínum bestu uppeldisráðum.

Rólegar stundir

„Eins mikið og mig langar að hlúa að sjálfri mér eftir langan dag og sjá Júlíu Rós bara sofna á fimm mínútum þá finnst mér kvöldstundin okkar svo dýrmæt, þegar allt er komið í ró og hausinn leggst á koddann. En um leið og það gerist vill dóttir mín segja mér frá öllu milli himins og jarðar, sem ég elska. Ég fæ ekki nóg af koddaspjallinu okkar.

Í amstri dagsins gefst oft ekki tími til að tala um allt og ekkert og er því mikilvægt að fá að losa aðeins. Mér finnst þetta mikilvægur partur af deginum þar sem við liggjum saman uppi í rúminu hennar og hún segir okkur frá öllu sem gerðist á leikskólanum og deilir ótrúlegustu pælingum. Svo kúrum við saman þar til hún sofnar.“

Birta Rós veit fátt betra en að eyða tíma með …
Birta Rós veit fátt betra en að eyða tíma með dóttur sinni. Ljósmynd/Úr einkasafni

Börnin okkar eru bara lítil í stuttan tíma

„Börn eru háð öðrum, þá sérstaklega foreldrum sínum, en með árunum minnkar það að börn séu háð öðrum og því finnst mér mikilvægt að vera til staðar og sýna dóttur minni ást og umhyggju. Á heimili okkar er því mikið um kossa og knús.“

Hvatningarorð eru mikilvæg

„Jákvæð og uppbyggilega samskipti eru stór og mikilvægur partur af uppeldinu. Að tala fallega til fólks og af virðingu gerir mikið fyrir okkur, öll viljum við heyra góða og uppbyggilega hluti. Þess vegna reynum við að segja við dóttur okkur á hverju kvöldi: „Þú ert klár, þú ert sterk, þú ert falleg, þú ert skemmtileg“ og fleira í þeim dúr. Ég mæli með að gúgla „words of affirmation“ og bæta slíkum setningum inn í dagleg samskipti við börnin ykkar. Það er ekkert betra en að fylgjast með börnunum taka við þessum skilaboðum og endurtaka þau.“

Birta Rós leggur mikla áherslu á jákvæð samskipti.
Birta Rós leggur mikla áherslu á jákvæð samskipti. Ljósmynd/Úr einkasafni

Börnin eru spegilmynd af okkur sjálfum

„Á yngri árum, alveg sérstaklega, eru börnin okkar spegilmynd af okkur sjálfum og læra miklu meira af gjörðum okkar en orðum. Því er mikilvægt að verða var við eigin ókosti svo þeir „smitist“ ekki yfir á börnin okkar. Þau læra það sem fyrir þeim er haft.“

Enginn er fullkominn

„Enginn er fullkominn, allir gera mistök og við erum öll bara að reyna að gera okkar besta. Ég er alltaf með þetta á bak við eyrað, enda er barnauppeldi krefjandi og oft á tíðum mjög erfitt. Það er auðvelt að misstíga sig, en þá þarf bara að hífa sig upp og halda áfram.“

mbl.is