Himnaríki fyrir hönnunarunnendur í Lissabon

Heimili | 23. september 2024

Himnaríki fyrir hönnunarunnendur í Lissabon

Við rómantískt torg í gamla hverfinu í Santa Clara í Lissabon, Portúgal, stendur sjarmerandi bygging frá 18. öld sem hefur fengið allsherjar yfirhalningu að innan af miklu smekkfólki. Útkoman er glæsileg og óhætt að segja að húsið sé sannkallað himnaríki fyrir hönnunarunnendur.

Himnaríki fyrir hönnunarunnendur í Lissabon

Heimili | 23. september 2024

Einstök fagurfræði einkennir húsið.
Einstök fagurfræði einkennir húsið. Samsett mynd

Við rómantískt torg í gamla hverfinu í Santa Clara í Lissabon, Portúgal, stendur sjarmerandi bygging frá 18. öld sem hefur fengið allsherjar yfirhalningu að innan af miklu smekkfólki. Útkoman er glæsileg og óhætt að segja að húsið sé sannkallað himnaríki fyrir hönnunarunnendur.

Við rómantískt torg í gamla hverfinu í Santa Clara í Lissabon, Portúgal, stendur sjarmerandi bygging frá 18. öld sem hefur fengið allsherjar yfirhalningu að innan af miklu smekkfólki. Útkoman er glæsileg og óhætt að segja að húsið sé sannkallað himnaríki fyrir hönnunarunnendur.

Fjölskyldan hjá Silent Living tók eignina í gegn með aðstoð frá góðum vini þeirra, arkitektinum Manuel Aires Mateus. Í hönnuninni vildu þau samtvinna virðingu fyrir sögu hússins og nútímaleg þægindi og glæsileika, sem saman skapa mjúka og ljúfa stemningu sem gleður augað. 

Eignin er björt og opin með góðri lofthæð og stórum gluggum. Ljós og hlýleg litapalletta er í forgrunni ásamt efnivið úr náttúrunni. Þá fá húsmunir að njóta sín til fulls í húsinu sem er með minimalísku yfirbragði.

Ljósmynd/Silentliving.pt
Ljósmynd/Silentliving.pt
Ljósmynd/Silentliving.pt
Ljósmynd/Silentliving.pt
Ljósmynd/Silentliving.pt
Ljósmynd/Silentliving.pt
Ljósmynd/Silentliving.pt
Ljósmynd/Silentliving.pt
Ljósmynd/Silentliving.pt
Ljósmynd/Silentliving.pt
mbl.is