Ósofin og gjörsamlega uppgefin

Poppkúltúr | 23. september 2024

Ósofin og gjörsamlega uppgefin

Bandaríska leikkonan Hayden Panettiere tjáði sig í gærdag á Instagram um umdeilt viðtal hennar við tímaritið People.

Ósofin og gjörsamlega uppgefin

Poppkúltúr | 23. september 2024

Hayden Panettiere.
Hayden Panettiere. AFP/Angela Weiss

Bandaríska leikkonan Hayden Panettiere tjáði sig í gærdag á Instagram um umdeilt viðtal hennar við tímaritið People.

Bandaríska leikkonan Hayden Panettiere tjáði sig í gærdag á Instagram um umdeilt viðtal hennar við tímaritið People.

Viðtalið vakti mikla athygli og umtal sökum þess að leikkonan var þvoglumælt og virtist vera undir áhrifum vímuefna í klippu sem deilt var á samfélagsmiðlasíðu tímaritsins.

Panettiere, best þekkt fyrir leik sinn í þáttaröðunum Heroes og Nashville, birti langa færslu á Instagram á sunnudag þar sem hún sagðist hafa verið ósofin og gjörsamlega uppgefin þegar hún settist niður með blaðamanni People.

„Það er óskiljanlegt að ég skuli vera í þessari stöðu, en mér finnst ég vera neydd til að tjá mig um þetta og í rými þar sem ég verð ekki gagnrýnd fyrir hversu hratt eða hægt ég tala. Ég hafði ekki sofið í tvo heila daga vegna eins hundsins míns sem var að jafna sig eftir bráðaaðgerð,“ skrifaði Panettiere meðal annars á Instagram.

„Það kemur engum við“

Panettiere neitar því ekki að hafa verið undir áhrifum lyfja en viðurkennir að allt hafi verið gert til þess að sýna hana í röngu ljósi. 

„Sorgin lítur öðruvísi út hjá okkur öllum. Það kemur engum við hvort ég sé á lyfjum eða ekki. Það er á milli mín og læknisins míns,“ skrifaði leikkonan einnig. 



mbl.is