Samtals söfnuðust 8,4 milljónir í sjóð Bryndísar

Samtals söfnuðust 8,4 milljónir í sjóð Bryndísar

Samtals söfnuðust 8,4 milljónir í Minningarsjóð Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af sárum sínum nokkrum dögum eftir hnífstunguárás á Menningarnótt. Safnaðist upphæðin með sölu á friðarkertum í verslunum og með áheitasöfnun nemenda við Salaskóla, en þar var Bryndís Klara nemandi.

Samtals söfnuðust 8,4 milljónir í sjóð Bryndísar

Hnífstunguárás á Menningarnótt | 23. september 2024

Fulltrúar frá Krónunni, Bónusi, Nettó og Hagkaupum og fulltrúar Salaskóla …
Fulltrúar frá Krónunni, Bónusi, Nettó og Hagkaupum og fulltrúar Salaskóla ásamt tveimur nemendum komu saman hjá KPMG í dag til að afhenda forseta Íslands, verndara Minningarsjóðs Bryndísar Klöru, 8,4 milljónir sem söfnuðust. Ljósmynd/Aðsend

Samtals söfnuðust 8,4 milljónir í Minningarsjóð Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af sárum sínum nokkrum dögum eftir hnífstunguárás á Menningarnótt. Safnaðist upphæðin með sölu á friðarkertum í verslunum og með áheitasöfnun nemenda við Salaskóla, en þar var Bryndís Klara nemandi.

Samtals söfnuðust 8,4 milljónir í Minningarsjóð Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af sárum sínum nokkrum dögum eftir hnífstunguárás á Menningarnótt. Safnaðist upphæðin með sölu á friðarkertum í verslunum og með áheitasöfnun nemenda við Salaskóla, en þar var Bryndís Klara nemandi.

Halla Tómasdóttir, verndari minningarsjóðsins, tók í dag við 6,9 milljónum sem söfnuðust af sölu Krónunnar, Bónuss, Nettós og Hagkaupa á friðarkertunum. 

Nemendur við Salaskóla afhentu Höllu einnig 1,45 milljónir sem þau söfnuðu með áheitum af hlaupi. 

Minningarsjóðurinn mun styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni.

Áheitahlaup nemenda Salaskóla.
Áheitahlaup nemenda Salaskóla. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is