Mói skálar funheit og nýjasta hönnun Heklu

Nýjar vörur | 24. september 2024

Mói skálar funheit og nýjasta hönnun Heklu

Ný hönnun hefur litið dagsins ljós hjá Heklu Björk Guðmundsdóttur listakonu og hönnuði, en hönnun hennar undir merkinu Heklaislandia hefur notið mikilla vinsælda og löngu orðin þekkt hér á landi og víðar. Mói skálar eru glæný hönnun og eru í anda þess sem hún hefur verið að hanna gegnum tíðina.

Mói skálar funheit og nýjasta hönnun Heklu

Nýjar vörur | 24. september 2024

Hekla Björk Guðmundsdóttir listakona og hönnuður er búin að frumsýna …
Hekla Björk Guðmundsdóttir listakona og hönnuður er búin að frumsýna nýju línuna sína sem ber heitið Mói skálar. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon

Ný hönnun hefur litið dagsins ljós hjá Heklu Björk Guðmundsdóttur listakonu og hönnuði, en hönnun hennar undir merkinu Heklaislandia hefur notið mikilla vinsælda og löngu orðin þekkt hér á landi og víðar. Mói skálar eru glæný hönnun og eru í anda þess sem hún hefur verið að hanna gegnum tíðina.

Ný hönnun hefur litið dagsins ljós hjá Heklu Björk Guðmundsdóttur listakonu og hönnuði, en hönnun hennar undir merkinu Heklaislandia hefur notið mikilla vinsælda og löngu orðin þekkt hér á landi og víðar. Mói skálar eru glæný hönnun og eru í anda þess sem hún hefur verið að hanna gegnum tíðina.

Fyrstu vör­urnar henn­ar komu árið 1996 síðan þá hef­ur bæst jafnt og þétt við fal­lega hönn­un henn­ar, sem Íslend­ing­ar hafa fengið að njóta allt árið um kring. Hún sæk­ir inn­blást­ur í villta flóru, dýra­líf og nátt­úru Íslands sem skil­ar sér vel í hönn­un henn­ar fyr­ir hverja árstíð og líka þegar það kem­ur að jól­un­um.

Hér er hvít keramikskál með loki með móa og kind …
Hér er hvít keramikskál með loki með móa og kind á toppnum sem má segja að hafa verið fyrsta hugmynd Heklu á útliti skálarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Innblásturinn alveg frá árinu 1996

„Innblásturinn af Móa skálunum er alveg frá árinu 1996 þegar ég mótaði keramikskál með loki sem var með móa og kind á toppnum. Það tekur mig alltaf tíma að koma hugmynd í framkvæmd en þessi hugmynd tók extra langan tíma,“ segir Hekla og brosir.

„Mói er náttúruundur sem ég hef heillast af allt frá barnæsku og kemur hann oft fram í málverkum mínum, en nú hef ég sett hann í þrívíddar form í glænýrri hönnun minni, Mói skálar.“

Móinn er einfaldaður og stílfærður á einstakan fallegan hátt, en skálarnar koma bæði eingöngu með móa á loki og móa loki með kind, lóu eða krumma á toppnum. Þær koma í þremur litum hvítar, svartar og brúnar.

Skálarnar er hægt að nota á ýmsan hátt, til að geyma bestu konfektmolana, lítil leyndarmál, góðar minningar, við kaffikönnuna, lyklakippuna eða bara til að fegra eldhúsið og heimilið. 

Skálarnar koma í þrem litum, hvítar, svartar og brúnar.
Skálarnar koma í þrem litum, hvítar, svartar og brúnar. Ljósmynd/Aðsend
Móa skálarnar má líka fá í tveimur stærðum. Kindin, krumminn …
Móa skálarnar má líka fá í tveimur stærðum. Kindin, krumminn og lóan hafa verið áberandi í hönnun Heklu. Ljósmynd/Aðsend
Krumminn fær líka að njóta sín.
Krumminn fær líka að njóta sín. Ljósmynd/Aðsend
Skálarnar hafa skírskotun í íslenska náttúru, móann.
Skálarnar hafa skírskotun í íslenska náttúru, móann. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is