Hvetja þingmenn að kynna sér Coda Terminal

Umhverfisvitund | 25. september 2024

Hvetja þingmenn að kynna sér Coda Terminal

Hópur fólks sem er andvígur staðsetningu Coda Terminal í Hafnafirði hefur sent bréf á alla þingmenn í Suðvesturkjördæmi til þess að hvetja þá til að kynna sér Coda Terminal og hvaða áhrif það kann að hafa á íbúa í kring. 

Hvetja þingmenn að kynna sér Coda Terminal

Umhverfisvitund | 25. september 2024

Holutopphús Carbfix.
Holutopphús Carbfix. Ljósmynd/Carbfix

Hóp­ur fólks sem er and­víg­ur staðsetn­ingu Coda Term­inal í Hafnafirði hef­ur sent bréf á alla þing­menn í Suðvest­ur­kjör­dæmi til þess að hvetja þá til að kynna sér Coda Term­inal og hvaða áhrif það kann að hafa á íbúa í kring. 

Hóp­ur fólks sem er and­víg­ur staðsetn­ingu Coda Term­inal í Hafnafirði hef­ur sent bréf á alla þing­menn í Suðvest­ur­kjör­dæmi til þess að hvetja þá til að kynna sér Coda Term­inal og hvaða áhrif það kann að hafa á íbúa í kring. 

Coda Term­inal er verk­efni á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins Car­bfix en það hyggst koma upp tíu borteig­um ná­lægt íbúa­byggð í Hafnafirði svo hægt sé að dæla inn­flutt­um kolt­ví­sýr­ingi niður í jörðina.

mbl.is hef­ur áður fjallað um áhyggj­ur Hafn­f­irðinga af verk­efn­inu. 

Vilja íbúa­kosn­ingu 

Í til­kynn­ingu frá mót­mæl­end­um seg­ir: „Mik­il óvissa er um áhrif þessa stóra verk­efn­is á um­hverfi, nátt­úru, grunn­vatn, jarðhrær­ing­ar, líf­ríki og íbúa Hafna­fjarðar svo eitt­hvað sé nefnt og kem­ur skýrt fram í um­sögn­um Um­hverf­is­stofn­un­ar og Nátt­úru­fræðistofn­un­ar um Coda Term­inal verk­efnið. Íbúar hafa ekki fengið að koma að borðinu að neinu leyti við þá ákvörðun um þessa staðsetn­ingu á Coda Term­inal verk­efn­inu steinsnar frá heim­il­um okk­ar í Hafnafirði.“

Íbú­arn­ir krefjast þess að málið verði sett í íbúa­kosn­ingu. 

„Lít­il sem eng­in umræða hef­ur farið fram á Alþingi síðan að reglu­gerð um geymslu kol­díoxíðs í jörðu var und­ir­rituð á Alþingi þann 5. des­em­ber 2022. Íbúar í Hafnafirði vilja hvetja alþing­is­menn kjör­dæm­is­ins til op­inn­ar umræðu um reglu­gerðina og skort á ramma í kring­um hana sem ver hags­muni íbúa og nátt­úru á þeim svæðum sem verk­efni sem þessi verða sett upp í framtíðinni. 

Til stendur að koma upp tíu borteigum innan bæjarmarka Hafnarfjarðar. …
Til stend­ur að koma upp tíu borteig­um inn­an bæj­ar­marka Hafn­ar­fjarðar. Þá á einnig að stækka höfn­ina. Kort/​Efla og Car­bfix
mbl.is