Næstum því allt frítt í nýrri verslun í Breiðholtinu

Heimili | 25. september 2024

Næstum því allt frítt í nýrri verslun í Breiðholtinu

„Hugmyndin með Fríbúðinni er að halda hlutum lengur í hringrásarhagkerfinu og er eins og skiptimarkaður. Það er hægt að taka dót og koma með dót. Hugmyndin er líka að skapa vettvang fyrir fólk sem er að losa sig við lítið af hlutum í einu, eins og nokkra bolla og diska,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Borgarbókasafninu Gerðubergi. 

Næstum því allt frítt í nýrri verslun í Breiðholtinu

Heimili | 25. september 2024

Ilmur Dögg Gísladóttir.
Ilmur Dögg Gísladóttir. Ljósmynd/Aðsend

„Hug­mynd­in með Fr­í­búðinni er að halda hlut­um leng­ur í hringrás­ar­hag­kerf­inu og er eins og skipti­markaður. Það er hægt að taka dót og koma með dót. Hug­mynd­in er líka að skapa vett­vang fyr­ir fólk sem er að losa sig við lítið af hlut­um í einu, eins og nokkra bolla og diska,“ seg­ir Ilm­ur Dögg Gísla­dótt­ir, deild­ar­stjóri í Borg­ar­bóka­safn­inu Gerðubergi. 

„Hug­mynd­in með Fr­í­búðinni er að halda hlut­um leng­ur í hringrás­ar­hag­kerf­inu og er eins og skipti­markaður. Það er hægt að taka dót og koma með dót. Hug­mynd­in er líka að skapa vett­vang fyr­ir fólk sem er að losa sig við lítið af hlut­um í einu, eins og nokkra bolla og diska,“ seg­ir Ilm­ur Dögg Gísla­dótt­ir, deild­ar­stjóri í Borg­ar­bóka­safn­inu Gerðubergi. 

Fr­í­búðin er hugsuð sem skipti­markaður þar sem er hægt að koma með hluti sem nýt­ast ekki leng­ur og taka það sem vant­ar. Versl­un­in er staðsett í Gerðubergi í Breiðholti og er sam­starfs­verk­efni Skrif­stofu um­hverf­is­gæða, Góða hirðis­ins og Borg­ar­bóka­safns­ins í Reykja­vík.

„Í Fr­í­búðina er líka hægt að skila til dæm­is göml­um batte­rí­um, kert­astubb­um, litl­um raf­tækj­um, prent­hylkj­um og brotnu leirtaui. Sorpa sér svo um að sækja það og koma því á rétt­an stað í end­ur­vinnsl­unni.“

Næst­um því allt frítt í versl­un­inni

Hug­mynd­in er feng­in að danskri fyr­ir­mynd sem kall­ast nær­genbrugs­stati­on og er að finna víða í Dan­mörku að sögn Ilm­ar. „Við höf­um verið að gera til­raun­ir með skipti­markaði og höld­um reglu­lega fræðslu­viðburði um um­hverf­is­mál og erum með smiðjur þar sem nýtni er höfð að leiðarljósi. Eitt af lang­tíma­mark­miðum borg­ar­inn­ar er að minnka sorp um 20% og það er gert meðal ann­ars með því að bjóða upp á úrræði sem þetta en einnig fræða fólk um hvernig sé hægt að gera við í stað þess að henda.“

Er allt frítt eða eru ein­hverj­ir hlut­ir sem kosta?

„Það er allt frítt nema hús­gögn­in og nokkr­ir stemn­ings­hlut­ir,“ svar­ar Ilm­ur.

Hvaða hluti má koma með í versl­un­ina?

„Það má koma með eld­hús­dót, skauta og frí­stunda­dót, borðspil, garn, mynd­ir í römm­um, jóla­skraut, teppi og mott­ur, leik­föng og ým­is­legt smá­legt. Við tök­um ekki við hús­gögn­um og fatnaði. Við mun­um svo reglu­lega kalla eft­ir árstíðarbundn­um hlut­um og erum þá með viðburði í stíl við það sem við köll­um eft­ir.“

Hún seg­ir verk­efnið til­rauna­verk­efni til eins árs en von­ir standa til um að það haldi áfram og opni jafn­vel í fleiri bóka­söfn­um. „Á meðan til­raun­inni stend­ur erum við að læra af not­end­um og vilj­um þróa þetta í sam­tali með fólk­inu á bóka­safn­inu og þeim sem heim­sækja búðina.“

„Mark­mið búðar­inn­ar er að minnka sóun og færa end­ur­vinnslu nær borg­ur­un­um. Að bjóða upp á vett­vang fyr­ir fólk að koma með hluti sem það er hætt að nota og vilja koma því áfram til næsta eig­anda,“ seg­ir Ilm­ur.

„Að fræða fólk um um­hverf­is­mál og hringrás­ar­hag­kerfið á skemmti­leg­an og aðgengi­leg­an hátt.“

Þau sem vilja koma með dót í Fr­í­búðina geta komið á opn­un­ar­tíma húss­ins og sett í kassa eða poka við skila­kass­ana í Fr­í­búðinni. Fr­í­búðin opn­ar í dag, 25. sept­em­ber klukk­an 16, og verður opn­un­ar­tím­inn í takt við Borg­ar­bóka­safnið í Gerðubergi.

mbl.is