Er þetta eftirsóttasti jakkinn í dag?

Fatastíllinn | 26. september 2024

Er þetta eftirsóttasti jakkinn í dag?

Þegar við hugsum um að fara að klæða okkur upp fyrir haustið eru nokkrar flíkur sem koma alltaf upp í hugann. Til dæmis yfirhafnir úr leðri, gallabuxur, gróf stígvél og ullarpeysur. En þetta árið er erfitt að tala um hausttískuna án þess að nefna rúskinnsjakkann sem virðist vera út um allt. Það má varla opna samfélagsmiðla án þess að sjá einhvern áhrifavaldinn í jakkanum í brúnu og þegar þeir loks koma í verslanir seljast þeir hratt upp. En hvar fást þessir jakkar og við hvað passa þeir?

Er þetta eftirsóttasti jakkinn í dag?

Fatastíllinn | 26. september 2024

Rúskinnsjakkar eru mjög vinsælir.
Rúskinnsjakkar eru mjög vinsælir. Ljósmynd/Samsett mynd

Þegar við hugs­um um að fara að klæða okk­ur upp fyr­ir haustið eru nokkr­ar flík­ur sem koma alltaf upp í hug­ann. Til dæm­is yf­ir­hafn­ir úr leðri, galla­bux­ur, gróf stíg­vél og ullarpeys­ur. En þetta árið er erfitt að tala um haust­tísk­una án þess að nefna rúskinnsjakk­ann sem virðist vera út um allt. Það má varla opna sam­fé­lags­miðla án þess að sjá ein­hvern áhrifa­vald­inn í jakk­an­um í brúnu og þegar þeir loks koma í versl­an­ir selj­ast þeir hratt upp. En hvar fást þess­ir jakk­ar og við hvað passa þeir?

Þegar við hugs­um um að fara að klæða okk­ur upp fyr­ir haustið eru nokkr­ar flík­ur sem koma alltaf upp í hug­ann. Til dæm­is yf­ir­hafn­ir úr leðri, galla­bux­ur, gróf stíg­vél og ullarpeys­ur. En þetta árið er erfitt að tala um haust­tísk­una án þess að nefna rúskinnsjakk­ann sem virðist vera út um allt. Það má varla opna sam­fé­lags­miðla án þess að sjá ein­hvern áhrifa­vald­inn í jakk­an­um í brúnu og þegar þeir loks koma í versl­an­ir selj­ast þeir hratt upp. En hvar fást þess­ir jakk­ar og við hvað passa þeir?

Rúskinnið hef­ur verið jafn áber­andi hjá vin­sæl­ustu tísku­hús­um heims sem og í götu­tísk­unni. Helst er hann áber­andi í ljós- eða kaffi­brún­um lit og er auðvelt að stílisera hann við hin föt­in í fata­skápn­um. Mögu­leik­arn­ir eru enda­laus­ir. Lit­irn­ir sem fara vel við hann eru ljós­ir og hvít­ir tón­ar, grár, svart­ur og hvít­ur. Aðrir brúntóna lit­ir gætu dregið jakk­ann niður og gert hann kú­reka­legri en það fer samt vel með jakk­an­um að hafa auka­hlut­ina í brún­um lit­um eins og tösk­ur og skó.

Fylgihlutir í brúnu passa vel við brúnt rúskinn.
Fylgi­hlut­ir í brúnu passa vel við brúnt rúskinn. Ljós­mynd/​In­sta­gram
Danski áhrifavaldurinn Pernille Teisbæk er hrifin af jakkanum í stórri …
Danski áhrifa­vald­ur­inn Pernille Teis­bæk er hrif­in af jakk­an­um í stórri stærð. Ljós­mynd/​In­sta­gram
​Þegar haustið tekur við af sumri er flott að klæðast …
​Þegar haustið tek­ur við af sumri er flott að klæðast jakk­an­um við allt hvítt. Ljós­mynd/​In­sta­gram
Dökkbrúnn passar vel við víðar og bláar gallabuxur.​
Dökk­brúnn pass­ar vel við víðar og blá­ar galla­bux­ur.​ Ljós­mynd/​In­sta­gram
Brúnt, svart og hvítt er klassísk litasamsetning.
Brúnt, svart og hvítt er klass­ísk lita­sam­setn­ing. Ljós­mynd/​In­sta­gram

Kær­kom­in til­breyt­ing

Tísku­hús eins og Gucci, Miu Miu, Coach, Ralph Lauren, Bottega Veneta og Isa­bel Mar­ant sendu frá sér sín­ar út­gáf­ur sem voru jafn fjöl­breytt­ar og þær voru marg­ar. Jakk­inn frá Miu Miu var skreytt­ur pallí­ett­um og gim­stein­um, hann var dökk­brúnn og klass­ísk­ur frá Ralph Lauren og skreytt­ur kögri frá Coach og Isa­bel Mar­ant. Jakk­ann má finna í versl­un­um hér á landi eins og í Mat­hildi og Zöru. Ef leiðin ligg­ur til út­landa á næst­unni er meiri von á að finna hann í Massimo Dutti eða Mango. Ef heppn­in er með þér þá er líka von á að finna svona jakka í versl­un­um sem selja notuð föt eins og Spúútnik, Gyllti kött­ur­inn og Buy­mychic.

Þetta árið hef­ur jakk­inn tekið við af svarta dragt­ar­jakk­an­um og ryk­frakk­an­um sem þessi klass­íska haust­flík. Það er ómögu­legt að segja til um það núna hversu lengi hann staldr­ar við en þetta er kær­kom­in til­breyt­ing. Von­um bara að það rigni ekki því þá ger­ir rúskinnið lítið gagn.

Haustleg dragt úr dökkbrúnu rúskinni frá Ralph Lauren.
Haust­leg dragt úr dökk­brúnu rúskinni frá Ralph Lauren. Ljós­mynd/​Ralph Lauren
Dökkbrúnn og skreyttur jakki úr haust- og vetrarlínu Miu Miu.
Dökk­brúnn og skreytt­ur jakki úr haust- og vetr­ar­línu Miu Miu. Ljós­mynd/​Miu Miu
Ljós og síður rúskinnsjakki úr haust- og vetrarlínu Miu Miu.
Ljós og síður rúskinnsjakki úr haust- og vetr­ar­línu Miu Miu. Ljós­mynd/​Miu Miu
Kúrekalegur með kögri frá ameríska tískuhúsinu Coach.
Kú­reka­leg­ur með kögri frá am­er­íska tísku­hús­inu Coach. Ljós­mynd/​Coach
Tískudrottningin og ljósmyndarinn Íris Dögg Einarsdóttir klæddist rúskinnskápu á dögunum.
Tísku­drottn­ing­in og ljós­mynd­ar­inn Íris Dögg Ein­ars­dótt­ir klædd­ist rúskinn­skápu á dög­un­um. Ljós­mynd/​Sunna Ben
​Jakki frá Mango, hann kostar 60.500 kr og fæst á …
​Jakki frá Mango, hann kost­ar 60.500 kr og fæst á mango.com.
​Ljósbrúnn jakki úr gervirúskinni. Fæst í ZÖRU og kostar 7.995 …
​Ljós­brúnn jakki úr gervirúskinni. Fæst í ZÖRU og kost­ar 7.995 kr.
Kápa frá Ralph Lauren, fæst í Mathildu og kostar 249.990 …
Kápa frá Ralph Lauren, fæst í Mat­hildu og kost­ar 249.990 kr.
Rúskinnsjakki frá Massimo Dutti. Hann kostar 41.000 krónur og fæst …
Rúskinnsjakki frá Massimo Dutti. Hann kost­ar 41.000 krón­ur og fæst á massimodutti.com.
mbl.is