Er Þórdís Kolbrún best klæddi þingmaður vikunnar?

Steldu stílnum | 26. september 2024

Er Þórdís Kolbrún best klæddi þingmaður vikunnar?

Haustið er komið hjá Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra sem var með litasamsetninguna upp á tíu á dögunum. 

Er Þórdís Kolbrún best klæddi þingmaður vikunnar?

Steldu stílnum | 26. september 2024

Kápan er klassísk haustflík.
Kápan er klassísk haustflík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haustið er komið hjá Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra sem var með lita­sam­setn­ing­una upp á tíu á dög­un­um. 

Haustið er komið hjá Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra sem var með lita­sam­setn­ing­una upp á tíu á dög­un­um. 

Þór­dís klædd­ist ljós­brúnni ull­ar­kápu, vín­rauðri rúllukragapeysu und­ir og var með koní­akslitaða leðurtösku. Káp­an er að öll­um lík­ind­um frá ít­alska tísku­hús­inu Max Mara sem hef­ur fram­leitt þessa kápu í ár­araðir. Káp­an nefn­ist Paul­ine ull­ar­kápa og er úr 100% dou­blefaced-of­inni ull. Káp­an fæst í aðeins dekkri kam­el­brún­um lit í versl­un­inni EVU núna og kost­ar 129.995 krón­ur. 

En hvað er dou­blefaced-ullar­efni?

Yf­ir­leitt þegar efni eru ofin þá er talað um réttu og röngu eða fram­hlið og bak­hlið. En þegar dou­blefaced-efni eru ofin þá eru tvö lög af efn­inu ofin sam­an á þann hátt að efnið lít­ur al­veg eins út báðum meg­in. Því þarf ekki fóður í yf­ir­hafn­ir úr þessu efni. Þessi efni þykja sterk­ari, eiga að end­ast bet­ur en eru yf­ir­leitt dýr­ari. 

Kristján Loftsson virðist vera hrifinn af kápu ráðherrans.
Kristján Lofts­son virðist vera hrif­inn af kápu ráðherr­ans. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Pauline-ullarkápa frá Max Mara.
Paul­ine-ull­ar­kápa frá Max Mara. Ljós­mynd/​Max Mara

Rúllukragapeysa gef­ur svip

Und­ir káp­unni var Þór­dís í vín­rauðri rúllukragapeysu sem hún hef­ur ef­laust keypt á ferðalagi. Mjög svipuð peysa er til í spænsku versl­un­inni Massimo Dutti. Hún kost­ar rúm­lega 7.500 krón­ur á vefsíðu Massimo Dutti og er úr 95% ull og 5% kasmír-ull.

Vínrauð rúllukragapeysa frá Massimo Dutti.
Vín­rauð rúllukragapeysa frá Massimo Dutti. Ljós­mynd/​Massimo Dutti

Stór Coach-hand­taska

Taska Þór­dís­ar er frá Coach og er úr koní­aks­brúnu leðri. Hún er nokkuð stór og ætti að rúma far­tölvu. Task­an er þó ekki úr nýj­ustu línu tísku­húss­ins sem hef­ur upp­fært lógó-ið þessa árstíðina. Það er spurn­ing hvort hún hafi keypt hana á Boozt, þar sem upp­tekna fólkið versl­ar föt­in sín, en svipaða tösku frá Coach má finna þar á rúm­lega 45 þúsund krón­ur. 

Brún leðurtaska frá Coach.
Brún leðurtaska frá Coach. Ljós­mynd/​Coach
mbl.is