Íslandsmeistari í sínum þyngdarflokki

Framakonur | 1. október 2024

Íslandsmeistari í sínum þyngdarflokki

Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra hefur lyft lóðum síðan hún var 12-13 ára gömul. Sigríður, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, varð nýlega Íslandsmeistari í sínum þyngdarflokk í kraftlyftingum. Hún hefur æft mjög lengi og ákvað svo að áeggjan þjálfara síns að stíga út fyrir boxið og taka þátt í keppnum:

„Ég er í klassískum kraftlyftingum, ekki ólympískum. Það er bara bekkpressa, hnébeygja og réttstaða. Ég tók þátt í bekkpressumóti utandyra núna á menningarnótt í sumar. Ég hef lyft frá því að ég var 12-13 ára gömul og lét sjá mig í lyftingasölum áður en World Class opnaði bara til að setja þetta í samhengi. Það opnaði lítil rækt rétt hjá heimili mínu og þar byrjaði ég að mæta sem unglingur innan um fólk sem voru nánast frumkvöðlar í því að stunda nútíma líkamsrækt á Íslandi. Svo fór ég að lyfta með þjálfara 2015 og fyrir nokkrum árum henti þjálfarinn mér í keppni og það er gott að hafa eitthvað markmið framundan. Þá æfir maður öðruvísi. Konum er alltaf að fjölga í þessu og fólki á mínum aldri og það er skemmtilegt,“ segir Sigríður. 

Íslandsmeistari í sínum þyngdarflokki

Framakonur | 1. október 2024

Sigríður Andersen keppti á kraftlyftingarmóti á dögunum og varð í …
Sigríður Andersen keppti á kraftlyftingarmóti á dögunum og varð í fyrsta sæti.

Sig­ríður And­er­sen fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra hef­ur lyft lóðum síðan hún var 12-13 ára göm­ul. Sig­ríður, sem er nýj­asti gest­ur­inn í podcasti Sölva Tryggva­son­ar, varð ný­lega Íslands­meist­ari í sín­um þyngd­ar­flokk í kraft­lyft­ing­um. Hún hef­ur æft mjög lengi og ákvað svo að áeggj­an þjálf­ara síns að stíga út fyr­ir boxið og taka þátt í keppn­um:

„Ég er í klass­ísk­um kraft­lyft­ing­um, ekki ólymp­ísk­um. Það er bara bekkpressa, hné­beygja og réttstaða. Ég tók þátt í bekkpressu­móti ut­an­dyra núna á menn­ing­arnótt í sum­ar. Ég hef lyft frá því að ég var 12-13 ára göm­ul og lét sjá mig í lyft­inga­söl­um áður en World Class opnaði bara til að setja þetta í sam­hengi. Það opnaði lít­il rækt rétt hjá heim­ili mínu og þar byrjaði ég að mæta sem ung­ling­ur inn­an um fólk sem voru nán­ast frum­kvöðlar í því að stunda nú­tíma lík­ams­rækt á Íslandi. Svo fór ég að lyfta með þjálf­ara 2015 og fyr­ir nokkr­um árum henti þjálf­ar­inn mér í keppni og það er gott að hafa eitt­hvað mark­mið framund­an. Þá æfir maður öðru­vísi. Kon­um er alltaf að fjölga í þessu og fólki á mín­um aldri og það er skemmti­legt,“ seg­ir Sig­ríður. 

Sig­ríður And­er­sen fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra hef­ur lyft lóðum síðan hún var 12-13 ára göm­ul. Sig­ríður, sem er nýj­asti gest­ur­inn í podcasti Sölva Tryggva­son­ar, varð ný­lega Íslands­meist­ari í sín­um þyngd­ar­flokk í kraft­lyft­ing­um. Hún hef­ur æft mjög lengi og ákvað svo að áeggj­an þjálf­ara síns að stíga út fyr­ir boxið og taka þátt í keppn­um:

„Ég er í klass­ísk­um kraft­lyft­ing­um, ekki ólymp­ísk­um. Það er bara bekkpressa, hné­beygja og réttstaða. Ég tók þátt í bekkpressu­móti ut­an­dyra núna á menn­ing­arnótt í sum­ar. Ég hef lyft frá því að ég var 12-13 ára göm­ul og lét sjá mig í lyft­inga­söl­um áður en World Class opnaði bara til að setja þetta í sam­hengi. Það opnaði lít­il rækt rétt hjá heim­ili mínu og þar byrjaði ég að mæta sem ung­ling­ur inn­an um fólk sem voru nán­ast frum­kvöðlar í því að stunda nú­tíma lík­ams­rækt á Íslandi. Svo fór ég að lyfta með þjálf­ara 2015 og fyr­ir nokkr­um árum henti þjálf­ar­inn mér í keppni og það er gott að hafa eitt­hvað mark­mið framund­an. Þá æfir maður öðru­vísi. Kon­um er alltaf að fjölga í þessu og fólki á mín­um aldri og það er skemmti­legt,“ seg­ir Sig­ríður. 

Hér má sjá Sig­ríði taka 110 kíló í rétt­stöðulyftu: 

Þorir að segja það sem aðrir hugsa

Sig­ríður var oft milli tann­anna á fólki þegar hún var í stjórn­mál­um og fékk stund­um tals­verðan mótvind fyr­ir að viðra óvin­sæl­ar skoðanir. Hún seg­ist hafa þykk­an skráp og að hún hafi aldrei tekið gagn­rýni inn á sig:

„Ég segi svo sann­ar­lega alls ekki allt sem ég er að hugsa og maður þarf að velja sér slagi. En af því að ég talaði oft um hluti sem aðrir veigruðu sér við gerðist það oft að fólk hringdi í mig al­veg brjálað af því því fannst að ég ætti að taka alla slagi. En í stór­vægi­leg­um mál­um hef ég þá reglu að segja minn sann­leika og þegar maður er í stjórn­mál­um á maður að setja sig inn í sem flest mál og þora að segja það sem maður er að hugsa,” seg­ir Sig­ríður, sem var oft gagn­rýnd mjög fyr­ir skoðanir sín­ar, ekki síst þegar hún var dóms­málaráðherra:

„Kannski er ég með þykk­ari skráp en marg­ir, en það plagaði mig aldrei þegar fólk var ósátt við mig. Ekki síst af því að ég lagði mig fram um að setja mig vel inn í mál­in og tjáði mig aldrei nema vera búin að kynna mér hlut­ina vel. Auðvitað fann ég vel fyr­ir því hvað dóms­málaráðuneytið er erfitt ráðuneyti. Það snýr oft að mál­um sem eru mjög per­sónu­leg fyr­ir fólk og varða mann­rétt­indi þess. Stund­um á gagn­rýn­in al­veg rétt á sér og það þarf auðvitað að hafa eft­ir­lit með lög­reglu og valda­stofn­un­um. En stund­um finnst mér gagn­rýn­in mjög ómál­efna­leg, óvæg­in og til­finn­inga­hlaðin. En ég tók það aldrei inn á mig og hafði gam­an að því að tak­ast á við þess­ar áskor­an­ir. Það þýðir ekk­ert að vera í póli­tík ef maður ætl­ar að taka hlut­ina mikið inn á sig. Og ég hef aldrei lent í neinu al­var­legu aðkasti eða eitt­hvað slíkt og er bara þakk­lát fyr­ir það.“

Óvin­sæl­ar skoðanir 

Sig­ríður hafði uppi óvin­sæl­ar skoðanir í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um og var ein af þeim fáu sem op­in­ber­lega talaði um að aðgerðir í far­aldr­in­um hafi gengið of langt og staðið of lengi:

„Þetta var mjög merki­leg­ur tími og maður upp­götvaði að mjög marg­ir vilja bara fá ein­fald­ar leiðbein­ing­ar í líf­inu og treysta þeim án þess að spyrja neinna spurn­inga. Það kom mér á óvart að tala við jafn­vel ungt frjáls­hyggju­fólk sem viður­kenndi fyr­ir mér að það væri bara svo hrætt að það væri til­búið að láta öll prinsipp frá sér. Þetta var eft­ir á að hyggja al­gjör sturlun og mjög mikið rugl. Þegar lög­regl­an var far­in að mæta á glugga í ung­lingapartý­um og banka upp á, löngu eft­ir að það var komið í ljós að hætt­an var ekki sú sem talið var í upp­hafi. Laga­heim­ild­irn­ar til allra þess­ara aðgerða voru bara ekki til staðar, en það var bara ekk­ert hlustað á það. Jafn­vel þegar dóm­ur féll um ólög­mæti aðgerða í kring­um sótt­varn­ar­hús var það bara eins og að skvetta vatni á gæs. Það gerði eng­inn neitt með það og eng­in umræða fór fram um af­sögn ráðherr­ans eða annað í þeim dúr. Mig óraði ekki fyr­ir því hvað þetta yrði lang­ur tími og hve lengi fólk sætti sig við þess­ar aðgerðir. Það hef­ur mikið verið rann­sakað hvernig ákveðin teg­und af múgs­efj­un get­ur átt sér stað og fólk horf­ir oft til baka í sög­unni og skil­ur ekki hvernig ákveðnir hlut­ir gátu gerst. En ég held að það þurfi ekk­ert að rann­saka múgs­efj­um neitt frek­ar. Nú höf­um við bara lif­andi dæmi um hvernig það virk­ar.  Það er að skapa þenn­an mikla ótta um eitt­hvað og fá svo fólk til fylg­is við sig þegar það er ótta­slegið.”

Elt af lög­reglu 

Sig­ríður tek­ur í þætt­in­um per­sónu­legt dæmi af ein­um morgni þar sem hún var elt af lög­reglu á tíma þar sem eft­ir­lit með fólki var orðið býsna mikið:

„Það var auðvitað fullt af fólki að æfa á þess­um tíma og ég hef alltaf verið að æfa og við kom­um okk­ur bara upp „und­erground“ aðstöðu. Ég var þingmaður á þess­um tíma og einn morg­un­inn er ég að keyra um klukk­an 6 og það er lög­reglu­bíll á eft­ir mér og eng­inn ann­ar á göt­un­um. Svo keyri ég áfram og beygi inn göt­ur og lög­regl­an alltaf á eft­ir mér og á end­an­um er ég kom­inn inn botn­langa og lög­regl­an er enn á eft­ir mér. Ég fann að ég varð bara hrædd og drap á bíln­um og á end­an­um sneri lög­regl­an við og fór. En ég man að þarna hugsaði ég: „Hvert erum við eig­in­lega kom­in“. Ég var ekki að fara að fremja ein­hvern aga­lega glæp, held­ur bara að fara að lyfta lóðum. Þetta fyr­ir mér var orðið hræðilegt þjóðfé­lag, þar sem að miðaldra hús­móðir í Vest­ur­bæn­um er hrædd af því að lög­regl­an er á eft­ir henni þegar hún er að fara í rækt­ina. Ég er ekki efni í neinn glæpa­mann og fattaði það þarna. Mér hugn­ast ekki svona eft­ir­lits­sam­fé­lag þar sem stjórn­völd eru far­in að grípa svona mikið inn í líf þegn­anna.“

Sig­ríður seg­ist enn hafa áhuga á stjórn­mál­um, þó að hún njóti þess að starfa við lög­mennsku og finnst margt gott við að vera ekki leng­ur í ati stjórn­mál­anna:

„Ég get al­veg sagt það af heiðarleika að mjög marg­ir koma að máli við mig og biðja mig um að fara aft­ur í stjórn­mál. Mér þykir mjög vænt um það og það er alltaf gott að vita að það sé ein­hver eft­ir­spurn eft­ir þínum starfs­kröft­um. En ég segi stund­um við fólk að mér finn­ist ég stund­um vera meira í póli­tík en kjörn­ir full­trú­ar sem sum­ir tjá nán­ast aldrei skoðanir sín­ar op­in­ber­lega. Það er hægt að vera í stjórn­mál­um og hafa áhrif án þess að vera kjör­inn full­trúi. Þannig að ég kýs að líta svo á að ég sé enn í stjórn­mál­um með því að mæta hingað og tala og beita mér í þjóðmá­laum­ræðunni og þú ert að gera það líka með því að vera með þenn­an þátt. Ég þreyt­ist ekki að benda ungu fólki á að það geti haft mik­il áhrif þó að það henti ekki öll­um að vera kjörn­ir full­trú­ar.

Það er hægt að hafa mik­il áhrif án þess að vera inn í hinum form­lega ramma stjórn­mál­anna. En ég úti­loka ekk­ert þegar kem­ur að mögu­leik­an­um á að fara aft­ur form­lega inn í stjórn­mál. En ég er ekki að fara að gera það á DD list­an­um hans Bolla.“

Hægt er að hlusta á brot úr þátt­um Sölva á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is