Palestínumaður lést í árásinni

Ísrael/Palestína | 1. október 2024

Palestínumaður lést í árásinni

Íran skaut um 180 eldflaugum í átt að Ísrael í kvöld. Ísraelski herinn segir í tilkynningu að afleiðingar árásarinnar eigi eftir að koma betur í ljós, en að minnsta kosti einn lést í árásinni.

Palestínumaður lést í árásinni

Ísrael/Palestína | 1. október 2024

Íranir söfnuðust saman á Palestínu-torgi í höfuðborg Írans og fögnuðu …
Íranir söfnuðust saman á Palestínu-torgi í höfuðborg Írans og fögnuðu loftárásinni. AFP/Atta Kenare

Íran skaut um 180 eld­flaug­um í átt að Ísra­el í kvöld. Ísra­elski her­inn seg­ir í til­kynn­ingu að af­leiðing­ar árás­ar­inn­ar eigi eft­ir að koma bet­ur í ljós, en að minnsta kosti einn lést í árás­inni.

Íran skaut um 180 eld­flaug­um í átt að Ísra­el í kvöld. Ísra­elski her­inn seg­ir í til­kynn­ingu að af­leiðing­ar árás­ar­inn­ar eigi eft­ir að koma bet­ur í ljós, en að minnsta kosti einn lést í árás­inni.

Hinn látni var palestínsk­ur verkamaður í borg­inni Jeríkó í Palestínu. Hann varð fyr­ir sprengju­broti að sögn Hus­sein Hamayel, rík­is­stjóra í Jeríkó. 

Vitað er að ein­hverj­ar flaug­ar hæfðu skot­mörk inn­an Ísra­els en ekki er meira vitað að svo stöddu. 

Ísra­els­her hef­ur heitið hefnd­um í kjöl­far árás­ar­inn­ar og telja álits­gjaf­ar er­lendra fjöl­miðla að hefnd Ísra­els verði heift­ar­legri en eft­ir síðustu loft­árás Írans á Ísra­el fyrr á ár­inu.

Ham­as hrós­ar hetju­legri árás

Ham­as-hryðju­verka­sam­tök­in hrósuðu Íran fyr­ir árás­ina og lögðu bless­un sína á „hetju­leg­ar“ eld­flauga­send­ing­ar ír­anska bylt­ing­ar­varðar­ins. 

Bylt­ing­ar­vörður­inn sagði árás­ina hefnd­araðgerð fyr­ir dráp tveggja leiðtoga, Ismail Han­iyeh leiðtoga Ham­as og Hass­an Nasrallah leiðtoga His­bollah.

mbl.is