Sætur og súperhollur eftirréttur

Uppskriftir | 2. október 2024

Sætur og súperhollur eftirréttur

Stundum langar mann í eitthvað sætt og gott en langar að hafa það í hollari kantinum. Þá er upplagt að skella í þennan próteinríka eftirrétt sem tekur enga stund að útbúa. Hann er bæði einfaldur og ótrúlega góður.

Sætur og súperhollur eftirréttur

Uppskriftir | 2. október 2024

Anna Eiríks mælir með þessum eftirrétti.
Anna Eiríks mælir með þessum eftirrétti. Samsett mynd

Stund­um lang­ar mann í eitt­hvað sætt og gott en lang­ar að hafa það í holl­ari kant­in­um. Þá er upp­lagt að skella í þenn­an prótein­ríka eft­ir­rétt sem tek­ur enga stund að út­búa. Hann er bæði ein­fald­ur og ótrú­lega góður.

Stund­um lang­ar mann í eitt­hvað sætt og gott en lang­ar að hafa það í holl­ari kant­in­um. Þá er upp­lagt að skella í þenn­an prótein­ríka eft­ir­rétt sem tek­ur enga stund að út­búa. Hann er bæði ein­fald­ur og ótrú­lega góður.

Heiður­inn að upp­skrift­inni á Anna Ei­ríks­dótt­ir deild­ar­stjóri hjá Hreyf­ingu en hún held­ur einnig úti vefn­um anna­eiriks.is og In­sta­gramsíðu þar sem hún býður upp á fjarþjálf­un, holl­ustu upp­skrift­ir og fleira áhuga­vert.

Hægt er að skoða In­sta­gramsíðuna henn­ar hér.

Próteinríkur eftirréttur sem er bæði sætur og góður.
Prótein­rík­ur eft­ir­rétt­ur sem er bæði sæt­ur og góður. Ljós­mynd/​Anna Ei­ríks

Prótein­rík­ur eft­ir­rétt­ur - Sæt­ur og góður

  • 125 g grísk jóg­úrt (vanillu eða prófa sig áfram með bragðteg­und­ir eft­ir smekk)
  • ½ skammt­ur súkkulaðiprótein
  • smá skvetta aga­ve síróp
  • 30 g brætt súkkulaði á topp­inn

Aðferð:

  1. Hrærið vel sam­an gríska jóg­úrt, súkkulaðiprótein og aga­ve síróp og setjið í skál.
  2. Bræðið smá súkkulaði og hellið yfir.
  3. Setjið í kæli í smá stund og berið svo fram með fersk­um hind­berj­um og kakónibb­um eða hverju sem ykk­ur þykir gott og eigið þá stund­ina.
mbl.is