Alexander farðaði fyrir eitt stærsta tískuhús Parísar

Tískuvikan í París | 3. október 2024

Alexander farðaði fyrir eitt stærsta tískuhús Parísar

Alexander Sigurður Sigfússon hefur starfað sem förðunarfræðingur í sjö ár. Eftir förðunarnám fann hann fljótt að bransinn átti vel við hann og tók hann að sér öll þau verkefni sem honum bauðst. Árið 2021 tók hann stökkið og flutti til Lundúna með það að markmiði að vinna fyrir snyrtivörurisann Charlotte Tilbury. Á dögunum var Alexander staddur á tískuvikunni í París þar sem hann farðaði fyrir sýningu franska tískuhússins Nina Ricci.

Alexander farðaði fyrir eitt stærsta tískuhús Parísar

Tískuvikan í París | 3. október 2024

Alexander hefur lagt mikið á sig til að komast langt …
Alexander hefur lagt mikið á sig til að komast langt í förðunarheiminum. Samsett mynd

Al­ex­and­er Sig­urður Sig­fús­son hef­ur starfað sem förðun­ar­fræðing­ur í sjö ár. Eft­ir förðun­ar­nám fann hann fljótt að brans­inn átti vel við hann og tók hann að sér öll þau verk­efni sem hon­um bauðst. Árið 2021 tók hann stökkið og flutti til Lund­úna með það að mark­miði að vinna fyr­ir snyrti­vör­uris­ann Char­lotte Til­bury. Á dög­un­um var Al­ex­and­er stadd­ur á tísku­vik­unni í Par­ís þar sem hann farðaði fyr­ir sýn­ingu franska tísku­húss­ins Nina Ricci.

Al­ex­and­er Sig­urður Sig­fús­son hef­ur starfað sem förðun­ar­fræðing­ur í sjö ár. Eft­ir förðun­ar­nám fann hann fljótt að brans­inn átti vel við hann og tók hann að sér öll þau verk­efni sem hon­um bauðst. Árið 2021 tók hann stökkið og flutti til Lund­úna með það að mark­miði að vinna fyr­ir snyrti­vör­uris­ann Char­lotte Til­bury. Á dög­un­um var Al­ex­and­er stadd­ur á tísku­vik­unni í Par­ís þar sem hann farðaði fyr­ir sýn­ingu franska tísku­húss­ins Nina Ricci.

 „Ég sá fljótt að mín beið miklu stærri heim­ur í út­lönd­um með allskon­ar tæki­fær­um. Fljótt eft­ir flutn­ing út til Lund­úna fékk ég starf í aðal­versl­un Char­lotte Til­bury þar sem ég vann í tvö ár með það að mark­miði að vinna mig upp í UK PRO-teymið. Snemma í vor var nýtt starf aug­lýst inn­an fyr­ir­tæk­is­ins, en tit­ill­inn var ann­ar aðstoðarmaður Sofiu Til­bury. Ég sótti um og fór í gegn­um fjög­urra mánaða um­sókn­ar­ferli. Að lok­um var mér svo boðið starfið sem ég að sjálf­sögðu þáði,“ seg­ir Al­ex­and­er.

Sofia Til­bury er syst­ur­dótt­ir Char­lotte Til­bury og er stór hluti af þeim ótrú­lega frama sem merkið hef­ur náð í brans­an­um á þeim stutta tíma sem það hef­ur verið til. Til­bury sér um að farða fyr­ir stórviðburði eins og Óskar­inn, Met Gala og skap­ar flest all­ar þær farðanir sem eru gerðar á tísku­vik­um heims­ins. Hún farðar einnig stór­stjörn­ur eins og Sölmu Hayek, Cel­ine Dion, Kate Moss og Rita Ora. 

„Ég sé um að fara með Sofiu í þau verk­efni sem hún tek­ur að sér hvort sem það eru tísku­sýn­ing­ar, mynda­tök­ur, töku­dag­ar fyr­ir sam­fé­lags­miðla og fleira. Ég er alltaf til taks að aðstoða hana. En þar sem ég er aðstoðarmaður núm­er tvö þá þarf hún ekki alltaf á mér að halda. Þess á milli er ég í alls kon­ar skemmti­leg­um verk­efn­um eins og vöruþróun, mynda­tök­um, tísku­sýn­ing­um og að farða mik­il­væga viðskipta­vini.“

Fyrirsæta sem hann farðaði í París.
Fyr­ir­sæta sem hann farðaði í Par­ís. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Keyrsla og raf­mögnuð stemn­ing

Al­ex­and­er fékk það tæki­færi fyr­ir nokkr­um vik­um að vera send­ur á tísku­vik­una í Par­ís. „Sofia var í öðru verk­efni og þurfti ekki á mér að halda svo ég fékk að fara til Par­ís­asr. Nina Ricci er þriðja tísku­sýn­ing­in sem við vinn­um að síðan í byrj­un sept­em­ber. Við förðuðum líka á tísku­vik­unni í London fyr­ir Harris Reed en hann er einnig list­rænn stjórn­andi Nina Ricci. Viku síðar fór­um við til Mílanó og förðuðum fyr­ir Al­berta Fer­retti og héld­um svo til Par­ís­ar,“ seg­ir hann.

Tísku­sýn­ing­ar eru þau verk­efni sem hann hef­ur hvað mest gam­an af. Þetta er mik­il keyrsla, stemn­ing­in er raf­mögnuð og mikið af hæfi­leika­ríku fólki sem kem­ur að hverri sýn­ingu. „Jafn­vel þó þetta sé mikið stress og kaos þá vinn ég mjög vel und­ir pressu og finnst það gera upp­lif­un­ina enn skemmti­legri,“ seg­ir Al­ex­and­er.

„And­rúms­loftið er auðvitað alltaf mis­jafnt og fer alltaf eft­ir því hvort fólk er mætt á rétt­um tíma og hvernig skipu­lagið er. Þessi ferð var sér­stak­lega mikið keyrsla þar sem ég var mætt­ur snemma um morg­un­inn á und­an öðrum úr Global Pro-teym­inu því ég var beðinn um að mæta í prufu dag­inn fyr­ir sýn­ingu. Það sner­ist um að taka þátt í að hanna förðun­ina með fata­hönnuðinum fyr­ir sýn­ing­una og tók það mest all­an dag­inn. Svo var bara að borða, sofa, vakna og mæta á sýn­ing­una. Svo beint í lest­ina aft­ur heim til Bret­lands. Sem bet­ur fer var and­rúms­loftið á sýn­ing­unni mjög gott, allt vel skipu­lagt og gekk eins og í sögu.“

Hann seg­ist vera óend­an­lega þakk­lát­ur fyr­ir þau tæki­færi sem hann fær við starfið. Næstu verk­efni eru ekki af verri end­an­um en í lok þess­ar­ar viku held­ur hann til Shang­hai í Kína. „Þar mun­um við vera í viku að vinna að risa tísku­sýn­ingu með hönnuðinum Mark Gong og yfir fimm­tíu fyr­ir­sæt­um. Þar fara nokkr­ir dag­ar í prufu-farðanir og und­ir­bún­ing og svo heill dag­ur í sýn­ing­una sjálfa. Ég er ekk­ert smá spennt­ur fyr­ir þess­ari ferð þar sem ég hef aldrei komið til Kína og förðun­ar­markaður­inn þar er allt ann­ar en við þekkj­um hér í hinum vest­ræna heima. Svo það verður margt nýtt sem ég mun sjá og gera sem mun bæt­ast í reynslu­bank­ann.“

Fyrirsæta sem hann farðaði á tískuvikunni í París.
Fyr­ir­sæta sem hann farðaði á tísku­vik­unni í Par­ís. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Alexander Sigurður er óendanlega þakklátur fyrir tækifærin.
Al­ex­and­er Sig­urður er óend­an­lega þakk­lát­ur fyr­ir tæki­fær­in. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Stemningin á tískusýningum er rafmögnuð og stressandi.
Stemn­ing­in á tísku­sýn­ing­um er raf­mögnuð og stress­andi. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
mbl.is