Drápu þrjá leiðtoga Hamas í sumar

Ísrael/Palestína | 3. október 2024

Drápu þrjá leiðtoga Hamas í sumar

Ísraelsher segist hafa fyrir þremur mánuðum síðan drepið þrjá háttsetta leiðtoga Hamas-samtakanna í loftárás á Gasasvæðinu.

Drápu þrjá leiðtoga Hamas í sumar

Ísrael/Palestína | 3. október 2024

Rawhi Mushtaha (í miðjunni) árið 2021.
Rawhi Mushtaha (í miðjunni) árið 2021. AFP/Said Khatib

Ísraelsher segist hafa fyrir þremur mánuðum síðan drepið þrjá háttsetta leiðtoga Hamas-samtakanna í loftárás á Gasasvæðinu.

Ísraelsher segist hafa fyrir þremur mánuðum síðan drepið þrjá háttsetta leiðtoga Hamas-samtakanna í loftárás á Gasasvæðinu.

Þar hefur herinn barist við palestínska vígamenn í næstum því eitt ár.

Að sögn Ísraelshers féllu í árásinni þeir Rawhi Mushtaha, yfirmaður ríkisstjórnar Hamas á Gassvæðinu, Sameh al-Siraj, sem hafði umsjón með öryggismálum, og Sami Oudeh hershöfðingi.

Herinn sagði Mushtaha hafa verið „hægri hönd“ stjórnmálaleiðtoga Hamas, Yahya Sinwar.

Árið 2015 lýsti bandaríska utanríkisráðuneytið Mushtaha sem alþjóðlegum hryðjuverkamanni.

mbl.is