Flug hefst aftur í Íran eftir árásirnar

Ísrael/Palestína | 3. október 2024

Flug hefst aftur í Íran eftir árásirnar

Flugferðir eru hafnar á nýjan leik frá írönskum flugvöllum eftir að gert var hlé á þeim vegna flugskeytaárása landsins á Ísrael.

Flug hefst aftur í Íran eftir árásirnar

Ísrael/Palestína | 3. október 2024

Kona heldur á íranska fánanum í höfuðborg landsins, Tehran, í …
Kona heldur á íranska fánanum í höfuðborg landsins, Tehran, í gær. AFP/Atta Kenare

Flugferðir eru hafnar á nýjan leik frá írönskum flugvöllum eftir að gert var hlé á þeim vegna flugskeytaárása landsins á Ísrael.

Flugferðir eru hafnar á nýjan leik frá írönskum flugvöllum eftir að gert var hlé á þeim vegna flugskeytaárása landsins á Ísrael.

Íran skaut 200 flugskeytum á Ísrael á þriðjudagskvöld og var þetta önnur beina árás landsins á Ísrael frá upphafi. Áður hafði Íran gert flugskeyta- og drónaárás á landið í apríl.

Gert var hlé á innanlandsflugi og flugi til annarra landa vegna árásanna af öryggisástæðum en það hófst aftur í nótt.

Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins hefur ráðlagt evrópskum flugfélögum að forðast íranska lofthelgi til 31. október. Þá verður staðan endurmetin.

Svipuð tilkynning var gefin út vegna Ísraels og Líbanons um síðustu helgi.

mbl.is