Smáskjálftahrinan sem varð í Hítárdal á Snæfellsnesi var sú stærsta frá upphafi mælinga með tilliti til fjölda skjálfta. Alls mældust 80 skjálftar í Ljósufjallakerfinu í mánuðinum, en frá því vorið 2021 höfðu um 20 skjálftar mælst á mánuði.
Smáskjálftahrinan sem varð í Hítárdal á Snæfellsnesi var sú stærsta frá upphafi mælinga með tilliti til fjölda skjálfta. Alls mældust 80 skjálftar í Ljósufjallakerfinu í mánuðinum, en frá því vorið 2021 höfðu um 20 skjálftar mælst á mánuði.
Smáskjálftahrinan sem varð í Hítárdal á Snæfellsnesi var sú stærsta frá upphafi mælinga með tilliti til fjölda skjálfta. Alls mældust 80 skjálftar í Ljósufjallakerfinu í mánuðinum, en frá því vorið 2021 höfðu um 20 skjálftar mælst á mánuði.
mbl.is og Morgunblaðið hafa fjallað ítarlega um skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu en hún tók sig skyndilega upp árið 2021.
Veðurstofa Íslands kom nýjum jarðskjálftamæli fyrir nú í lok september og er hann um 5 km norðvestur af Grjótárvatni. Jarðskjálftavirknin hefur að mestu raðað sér í kringum vatnið.
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að með nýjum skjálftamæli muni nákvæmni á staðsetningu skjálfta á svæðinu aukast. Áður var nálægasta stöðin á Ásbjarnarstöðum í uppsveitum Borgarfjarðar í um 30 km fjarlægð frá upptökum skjálftanna.
Telur Veðurstofan að skjálftavirknin í Ljósufjallakerfinu sé ekki af völdum kvikusöfnunar, að svo stöddu að minnsta kosti. Í tilkynningunni er velt upp þeim möguleika að innflekaskjálftavirkni valdi skjálftunum.
Nýr mælir muni hjálpa til við að varpa ljósi á virknina sem hefur verið þar í rúm þrjú ár.