Hrinan í ágúst sú stærsta frá upphafi

Ljósufjallakerfi | 3. október 2024

Hrinan í ágúst sú stærsta frá upphafi

Smáskjálftahrinan sem varð í Hítárdal á Snæfellsnesi var sú stærsta frá upphafi mælinga með tilliti til fjölda skjálfta. Alls mældust 80 skjálftar í Ljósufjallakerfinu í mánuðinum, en frá því vorið 2021 höfðu um 20 skjálftar mælst á mánuði.

Hrinan í ágúst sú stærsta frá upphafi

Ljósufjallakerfi | 3. október 2024

Bera fór skyndilega á skjálftunum í Ljósufjallakerfinu árið 2021. Þeir …
Bera fór skyndilega á skjálftunum í Ljósufjallakerfinu árið 2021. Þeir hafa að mestu verið bundnir við afmarkað svæði við Grjótárvatn og Hítarvatn. mbl.is/Árni Sæberg

Smá­skjálfta­hrin­an sem varð í Hítár­dal á Snæ­fellsnesi var sú stærsta frá upp­hafi mæl­inga með til­liti til fjölda skjálfta. Alls mæld­ust 80 skjálft­ar í Ljósu­fjalla­kerf­inu í mánuðinum, en frá því vorið 2021 höfðu um 20 skjálft­ar mælst á mánuði.

Smá­skjálfta­hrin­an sem varð í Hítár­dal á Snæ­fellsnesi var sú stærsta frá upp­hafi mæl­inga með til­liti til fjölda skjálfta. Alls mæld­ust 80 skjálft­ar í Ljósu­fjalla­kerf­inu í mánuðinum, en frá því vorið 2021 höfðu um 20 skjálft­ar mælst á mánuði.

mbl.is og Morg­un­blaðið hafa fjallað ít­ar­lega um skjálfta­virkni í Ljósu­fjalla­kerf­inu en hún tók sig skyndi­lega upp árið 2021.

Nýr mæl­ir, betri vökt­un

Veður­stofa Íslands kom nýj­um jarðskjálfta­mæli fyr­ir nú í lok sept­em­ber og er hann um 5 km norðvest­ur af Grjótár­vatni. Jarðskjálfta­virkn­in hef­ur að mestu raðað sér í kring­um vatnið.

Í til­kynn­ingu á vef Veður­stof­unn­ar seg­ir að með nýj­um skjálfta­mæli muni ná­kvæmni á staðsetn­ingu skjálfta á svæðinu aukast. Áður var ná­læg­asta stöðin á Ásbjarn­ar­stöðum í upp­sveit­um Borg­ar­fjarðar í um 30 km fjar­lægð frá upp­tök­um skjálft­anna.

Tel­ur Veður­stof­an að skjálfta­virkn­in í Ljósu­fjalla­kerf­inu sé ekki af völd­um kviku­söfn­un­ar, að svo stöddu að minnsta kosti. Í til­kynn­ing­unni er velt upp þeim mögu­leika að inn­fleka­skjálfta­virkni valdi skjálftun­um.

Nýr mæl­ir muni hjálpa til við að varpa ljósi á virkn­ina sem hef­ur verið þar í rúm þrjú ár.

Efra grafið sýnir stærð skjálfta á svæðinu frá 2021 og …
Efra grafið sýn­ir stærð skjálfta á svæðinu frá 2021 og neðra grafið sýn­ir fjölda skjálfta í mánuði fyr­ir sama tíma­bil. Kort/​Veður­stofa Íslands
mbl.is