Strandveiðiflotinn skilaði 5 milljörðum króna

Smábátaveiðar | 3. október 2024

Strandveiðiflotinn skilaði 5 milljörðum króna

Afli strandveiðibáta síðastliðið sumar var um 12.500 tonn samkvæmt bráðbirgðatölum frá Fiskistofu og verðmæti aflans nam ríflega 5 milljörðum króna.

Strandveiðiflotinn skilaði 5 milljörðum króna

Smábátaveiðar | 3. október 2024

Strandveiðibátar veiddu fyrir 5 milljarða króna í sumar.
Strandveiðibátar veiddu fyrir 5 milljarða króna í sumar. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Afli strandveiðibáta síðastliðið sumar var um 12.500 tonn samkvæmt bráðbirgðatölum frá Fiskistofu og verðmæti aflans nam ríflega 5 milljörðum króna.

Afli strandveiðibáta síðastliðið sumar var um 12.500 tonn samkvæmt bráðbirgðatölum frá Fiskistofu og verðmæti aflans nam ríflega 5 milljörðum króna.

Frá þessu segir á vef Hagstofunnar, þar sem fram kemur að tæplega 94% standveiðiaflans hafi verið þorskur en annað að mestu ufsi. Standveiðitímabilið stóð frá byrjun maí til miðjan júlí síðast liðinn.

Þá dróst heildarafli íslenskra skipa á fyrstu sjö mánuðum ársins um 36% og nam 565 þúsund tonn. Þrátt fyrir að botnfiskafli jókst um 7% og var rúmlega 250 þúsund tonn, dróst uppsjávaraflinn saman 53% á milli ára, þar sem engin loðna veiddist á þessu ári.

mbl.is