Raforkukostnaður hækkaði um 10,7% hjá Veitum

Orkuskipti | 4. október 2024

Raforkukostnaður hækkaði um 10,7% hjá Veitum

Gjöld vegna dreifingar rafmagns og önnur gjöld raforku hækkuðu um 10,7% 1. ágúst hjá Veitum og jafnframt hækkaði verðskrá fyrir heitt vatn um tæplega 4%.

Raforkukostnaður hækkaði um 10,7% hjá Veitum

Orkuskipti | 4. október 2024

Rafmagn - rafmagnsleysi - rafmagnsinnstunga - innstunga
Rafmagn - rafmagnsleysi - rafmagnsinnstunga - innstunga Ljósmynd/Colourbox

Gjöld vegna dreif­ing­ar raf­magns og önn­ur gjöld raf­orku hækkuðu um 10,7% 1. ág­úst hjá Veit­um og jafn­framt hækkaði verðskrá fyr­ir heitt vatn um tæp­lega 4%.

Gjöld vegna dreif­ing­ar raf­magns og önn­ur gjöld raf­orku hækkuðu um 10,7% 1. ág­úst hjá Veit­um og jafn­framt hækkaði verðskrá fyr­ir heitt vatn um tæp­lega 4%.

Gjöld vegna álagn­ing­ar­gjalda frá­veitu og kalda vatns­ins héld­ust óbreytt.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Veit­um.

„Nauðsyn­legt er að gera breyt­ing­ar á verðskrám“

Sam­kvæmt Veit­um þá hafa verðhækk­an­irn­ar í för með sér að „meðal­heim­ilið“, 100 fer­metra íbúð, greiðir 782 krón­ur meira á mánuði fyr­ir heita vatnið og dreif­ingu raf­magns.

Meðal­heim­ilið með raf­bíl greiðir 1.026 krón­ur meira á mánuði.

„Sam­fé­lagið er að vaxa og því fylgja um­fangs­mikl­ar veitu­fram­kvæmd­ir, auk þess sem orku­skipt­un­um fylgja tölu­verðar fram­kvæmd­ir. Nauðsyn­legt er að gera breyt­ing­ar á verðskrám til að standa und­ir eðli­legu viðhaldi sem og ný­fram­kvæmd­um svo hægt sé að tryggja raf­magn fyr­ir orku­skipti og ör­ugga af­hend­ingu vatns til allra,“ er haft eft­ir Sól­rúnu Kristjáns­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Veitna, í til­kynn­ing­unni.

Verð lækkað miðað við verðbólgu síðasta ára­tug

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að verð fyr­ir raf­orku­dreif­ingu sé oft um helm­ing­ur raf­magns­kostnaðar heim­ila til móts við orku­sölu.

„Gjöld fyr­ir raf­orku­dreif­ingu skipt­ast svo í gjöld til Veitna, flutn­ings­gjald sem Veit­ur inn­heimta fyr­ir Landsnet og svo jöfn­un­ar­gjald og virðis­auka­skatt,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá kem­ur fram að hækk­un verðskrár Veitna fyr­ir heitt vatn sé í sam­ræmi við breyt­ingu á vísi­tölu neyslu­verðs.

Í til­kynn­ing­unni birt­ist graf sem sýn­ir þróun gjald­skrá Veitna sam­an­borið við þróun vísi­tölu neyslu­verðs frá ár­inu 2014. Kem­ur þar fram að vatns­gjald er búið að lækka um 35,7%, dreif­ing á raf­magni lækkað um 11,9% og frá­veita lækkað um 8,2%. Heitt vatn hef­ur hækkað um 0,8%.

Fram kom í tilkynningunni að myndin sé birt með fyrirvara …
Fram kom í til­kynn­ing­unni að mynd­in sé birt með fyr­ir­vara um að gildi vísi­tölu neyslu­verðs ág­úst mánaðar var ekki komið. Tölvu­teiknuð mynd/​Veit­ur
mbl.is