„Kartöflur eru góðar, bara hreint út sagt afar góðar“

Erlend veitingahús | 6. október 2024

„Kartöflur eru góðar, bara hreint út sagt afar góðar“

Pabbi kynnti fyrir mér málverkið af kartöfluætunum, sem Van Gogh málaði árið 1885. Það var ekki gert til þess að minna mig á að fólk hefði soltið á öldum áður. Miklu frekar nýtti hann þetta merka málverk til að kynna mig fyrir séra Birni Halldórssyni (1724-1794) í Sauðlauksdal og merkri sögu hans. Hann varð fyrstur Íslendinga til þess að setja niður kartöflur, og það í þessum dal sem hann er kenndur við. Pabbi hafði ríka ástæðu til að kynna mig fyrir kappanum; bæði vegna sögulegs áhuga og þeirrar staðreyndar að við átum talsvert af kartöflum. Ekki dró það úr að við bjuggum á Patreksfirði, beint gegnt Sauðlauksdal, sem liggur við fjörðinn sunnanverðan.

„Kartöflur eru góðar, bara hreint út sagt afar góðar“

Erlend veitingahús | 6. október 2024

Fagurlega raðað upp, þjóna kartöflurnar sem hornsteinn að bragðævintýri á …
Fagurlega raðað upp, þjóna kartöflurnar sem hornsteinn að bragðævintýri á Aamanns. Ljósmynd/Stefán Einar Stefánsson

Pabbi kynnti fyr­ir mér mál­verkið af kart­öfluæt­un­um, sem Van Gogh málaði árið 1885. Það var ekki gert til þess að minna mig á að fólk hefði soltið á öld­um áður. Miklu frek­ar nýtti hann þetta merka mál­verk til að kynna mig fyr­ir séra Birni Hall­dórs­syni (1724-1794) í Sauðlauks­dal og merkri sögu hans. Hann varð fyrst­ur Íslend­inga til þess að setja niður kart­öfl­ur, og það í þess­um dal sem hann er kennd­ur við. Pabbi hafði ríka ástæðu til að kynna mig fyr­ir kapp­an­um; bæði vegna sögu­legs áhuga og þeirr­ar staðreynd­ar að við átum tals­vert af kart­öfl­um. Ekki dró það úr að við bjugg­um á Pat­reks­firði, beint gegnt Sauðlauks­dal, sem ligg­ur við fjörðinn sunn­an­verðan.

Pabbi kynnti fyr­ir mér mál­verkið af kart­öfluæt­un­um, sem Van Gogh málaði árið 1885. Það var ekki gert til þess að minna mig á að fólk hefði soltið á öld­um áður. Miklu frek­ar nýtti hann þetta merka mál­verk til að kynna mig fyr­ir séra Birni Hall­dórs­syni (1724-1794) í Sauðlauks­dal og merkri sögu hans. Hann varð fyrst­ur Íslend­inga til þess að setja niður kart­öfl­ur, og það í þess­um dal sem hann er kennd­ur við. Pabbi hafði ríka ástæðu til að kynna mig fyr­ir kapp­an­um; bæði vegna sögu­legs áhuga og þeirr­ar staðreynd­ar að við átum tals­vert af kart­öfl­um. Ekki dró það úr að við bjugg­um á Pat­reks­firði, beint gegnt Sauðlauks­dal, sem ligg­ur við fjörðinn sunn­an­verðan.

Þrátt fyr­ir upp­fræðslu pabba, sem ég hef búið að bæði í list­sögu­legu til­liti og öðru, þá hef ég aldrei verið sér­stak­ur áhugamaður um kart­öfl­ur. Raun­ar hef ég sporðrennt þess­um sætu app­el­sínu­gulu á þeim for­send­um að þær væru holl­ar, en ekki eru þær góðar. Áferðin, trénuð eins og hún er, afar óspenn­andi. Má ég þá held­ur biðja um nýj­an asp­as til að svala þeim fýsn­um!

Þó verð ég að viður­kenna að kart­öfl­ur eru ekki bara kart­öfl­ur. Íslend­ing­ar halda að rauðar slík­ar og gullauga séu upp­haf og end­ir kart­öflu­heims­ins. En það er ekki rétt. Dan­ir hafa fyr­ir löngu sannað það. Og þegar ég sæki gömlu herraþjóðina heim leyfi ég mér að minna mig á þá staðreynd. Kart­öfl­ur geta nefni­lega verið annað og meira.

Ný­verið átti ég leið til kóngs­ins Kaup­manna­hafn­ar (nú þegar Mar­grét hef­ur loks­ins látið af skyldu­störf­um sín­um er þetta á ný orðið rétt­nefni). Verk­efnið var að hlýða á frum­sýn­ingu Don Car­lo í Kaup­manna­hafnaróper­unni (meira um það síðar).

En á slíku ferðalagi þarf að mat­ast, og það gerði ég. Ákvað ég, tvö há­degi í röð, að vísitera magnaða smur­brauðsstaði. Jakob yngri, vin­ur minn á Jóm­frúnni, hef­ur fyr­ir löngu sigað mér á þessa staði. Hann veit sem er að þegar ég er stadd­ur er­lend­is, þá borða ég ekki hjá hon­um. Því má ota mér út í alls kyns aðra vit­leysu, og jafn­vel til þeirra sem stunda sömu iðju og hann, dag­inn út og dag­inn inn.

Strangheiðarleg, reykt jarðepli með hænsna salati. Getur hádegið orðið eitthvað …
Strang­heiðarleg, reykt jarðepli með hænsna sal­ati. Get­ur há­degið orðið eitt­hvað betra. Ljós­mynd/​Stefán Ein­ar Stef­áns­son

Reyk­ing­in breyt­ir öllu

Fyrri dag­inn sótti ég heim Aamanns 1921 við Niels Hemm­ing­sens Gade 19-21. Hef ég raun­ar fjallað um heim­sókn­ir á þann góða stað áður á þess­um vett­vangi (14. fe­brú­ar síðastliðinn). Þar komst ég í kart­öfl­ur – og þær eru engu lík­ar. Og af hverju er það? Jú, það er vegna þess að þær eru reykt­ar. Það breyt­ir öllu, ofan á rúg­brauð, í bland við engi­fer­rót og maj­ónes. Ekki veit ég hvað Björn heit­inn í Sauðlauks­dal hefði gert ef hann hefði sporðrennt þess­um með mér. En ég leyfi mér að trúa því að mikið og fölskvalaust bros hefði komið yfir and­lit hans. Jafn­vel hefðum við leyft okk­ur að tala um al­bínóa-kræki­ber­in sem hann fann í daln­um góða þarna um árið. En um það nátt­úru­fyr­ir­bæri má víst ekki hafa hátt.

Og kannski var komið nóg af kart­öfl­um í þess­ari ferð. En í síðbún­um há­deg­is­verði datt ég inn á Schønnem­ann við Hauser Plads 16. Þar komst ég vissu­lega ekki hjá því að fá mér stór­kost­legt hakka­buff sem þar er boðið upp á. En meðfram því, vegna ósegj­an­legr­ar svengd­ar, gat ég smakkað enn á ný á reykt­um kart­öfl­um. Ekki voru þær síðri en á Aamanns. Og þær staðfestu líka að fyrr­nefndi staður­inn var ekki und­an­tekn­ing. Kart­öfl­ur eru góðar. Bara hreint út sagt afar góðar.

Kim er þjónn á heimsmælikvarða. Lærði kokkinn en sneri sér …
Kim er þjónn á heims­mæli­kv­arða. Lærði kokk­inn en sneri sér að mann legu hliðinni fyr­ir ára­tug­um og hef­ur full­komnað list Ljós­mynd/​Stefán Ein­ar Stef­áns­son

Eng­inn tek­ur þjón­in­um Kim fram. Hann hef­ur um lang­an ald­ur starfað á Schønnem­ann. Hann lyfti upp­lif­un­inni af staðnum á ann­an stall. Maður er hepp­inn ef hann er á vakt. Hann bauð mér upp á ís­lensk­an snafs. Sagði hann raun­ar svo vond­an að eng­um hefði dottið í hug að kaupa hann í tvö ár. Þá var ágætt að láta Íslend­inga eyða sönn­un­ar­gögn­um.

Djöf­ull­inn er ekki dansk­ur. En hann kann að elda kart­öfl­ur. Það ger­ir heim­inn ör­lítið betri fyr­ir vikið.

Hakkabuff sem borið er fram með eggjarauðu innan laukhrings hlýtur …
Hakka­buff sem borið er fram með eggj­ar­auðu inn­an lauk­hrings hlýt­ur að vera af öðrum heimi. Ljós­mynd/​Stefán Ein­ar Stef­áns­son
mbl.is