Tekur undir með varaformanni: Þjóðarmorð á Gasa

Ísrael/Palestína | 6. október 2024

Tekur undir með varaformanni: Þjóðarmorð á Gasa

Svandís Svavarsdóttir, nýkjörin formaður Vinstri grænna, tekur hiklaust undir orð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, varafromanns hreyfingarinnar, um að þjóðarmorð eigi sér stað á Gasa. 

Tekur undir með varaformanni: Þjóðarmorð á Gasa

Ísrael/Palestína | 6. október 2024

Svandís Svavarsdóttir, nýkjörin formaður VG og innviðaráðherra, segir mikilvægt að …
Svandís Svavarsdóttir, nýkjörin formaður VG og innviðaráðherra, segir mikilvægt að kalla hlutina réttu nafni. Ólafur Árdal

Svandís Svavarsdóttir, nýkjörin formaður Vinstri grænna, tekur hiklaust undir orð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, varafromanns hreyfingarinnar, um að þjóðarmorð eigi sér stað á Gasa. 

Svandís Svavarsdóttir, nýkjörin formaður Vinstri grænna, tekur hiklaust undir orð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, varafromanns hreyfingarinnar, um að þjóðarmorð eigi sér stað á Gasa. 

Eru þau einu ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem hafa fullyrt það opinberlega til þessa. 

Guðmundur Ingi hélt sína fyrstu og síðustu formannsræðu á fyrsta degi landsfundarins í gær og sagði Ísraelsmenn fara fram með ofríki á Vesturbakkanum og þjóðarmorði á Gasa.

Kalla hlutina réttum nöfnum

Spurð hvort hún sé sammála fullyrðingu Guðmundar Inga svarar Svandís játandi. 

„Ég myndi hiklaust taka undir þessi orð og ég held að það skipti máli við svona hryllilegt ástand, sem er búið að vara á mánudag í heilt ár á Gasa og auðvitað líka á Vesturbakkanum, að þá verði að kalla hlutina sínum réttu nöfnum og ég held að það eigi að vera okkar pólitíska hlutverk og okkar pólitíska verkefni að segja eins og er.“

Svandís segir það pólitískt hlutverk sitt að segja eins og …
Svandís segir það pólitískt hlutverk sitt að segja eins og er og tekur undir fullyrðingar um að þjóðamorð eigi sér stað á Gasasvæðinu. AFP
mbl.is