Eldislaxinn gæti tekið fram úr þorskinum

Fiskeldi | 7. október 2024

Eldislaxinn gæti tekið fram úr þorskinum

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan rekstur Arnarlax byrjaði að taka á sig mynd árið 2009. Félagið var formlega stofnað á Bíldudal árið 2010 og árið 2013 hófst seiðaframleiðsla í gamalli bleikjustöð á Tálknafirði sem fyrirtækið lét endurnýja.

Eldislaxinn gæti tekið fram úr þorskinum

Fiskeldi | 7. október 2024

Bjørn Hembre forstjóri Arnarlax segir stutt í það að sjókvíaeldi …
Bjørn Hembre forstjóri Arnarlax segir stutt í það að sjókvíaeldi rjúfi 70 þúsund tonna múrinn. Ljósmynd/Aðsend

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan rekstur Arnarlax byrjaði að taka á sig mynd árið 2009. Félagið var formlega stofnað á Bíldudal árið 2010 og árið 2013 hófst seiðaframleiðsla í gamalli bleikjustöð á Tálknafirði sem fyrirtækið lét endurnýja.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan rekstur Arnarlax byrjaði að taka á sig mynd árið 2009. Félagið var formlega stofnað á Bíldudal árið 2010 og árið 2013 hófst seiðaframleiðsla í gamalli bleikjustöð á Tálknafirði sem fyrirtækið lét endurnýja.

Fyrsti fiskurinn var settur í sjókvíar árið 2014 og Arnarlax gaf út sinn fyrsta sölureikning árið 2016, eða fyrir átta árum.

„Í dag eru starfsmennirnir orðnir um 170 talsins og þar af eru um 70% sem lifa og starfa á Vestfjörðum,“ segir Bjørn Hembre forstjóri en starfsemin skiptist á milli Tálknafjarðar, Bíldudals, Patreksfjarðar, Þorlákshafnar, Hallkelshóla og Kópavogs.

Fyrirtækið framleiddi um 18.000 tonn af laxi árið 2023 og er útlit fyrir að félagið framleiði um 13.000 tonn á þessu ári en stefnt er að því að ná 25.000 tonna markinu í náinni framtíð."

Styttist í 70.000 tonn

Heildarframleiðsla íslenskra fiskeldisfyrirtækja var tæp 50.000 tonn á síðasta ári en þar af var laxaframleiðsla um 43.500 tonn. Bjørn segir að búast megi við mikilli aukningu í framleiðslu á komandi árum og þess sé skammt að bíða að framleiðsla laxeldis í sjó rjúfi 70.000 tonna múrinn.

Þá eigi eftir bæta við þeim risastóru verkefnum sem fyrirhuguð eru í landeldi og ljóst að verðmætasköpun greinarinnar allrar verði gríðarleg.

„Við sjáum að laxinn er orðinn næstverðmætasta fiskveiðitegundin á eftir þorskinum en laxinn er farinn upp fyrir útflutningsverðmæti loðnunnar. Ég hugsa að útflutningsverðmæti eldislax geti jafnvel farið fram úr þorskinum á næstu fjórum eða fimm árum,“ segir hann.

Nán­ar um málið í sér­blaði 200 mílna, Lag­ar­líf 2024, sem fylgdi Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag.

mbl.is