Ungmenni þurfa átta til tíu tíma svefn

Dagmál | 7. október 2024

Ungmenni þurfa átta til tíu tíma svefn

Dr. Erla Björnsdóttir, eigandi svefnmeðferðarfyrirtækisins Betri svefns, hefur rannsakað svefnvenjur barna og fullorðinna um margra ára skeið. Árið 2022 stóð Erla að stórri rannsókn í samstarfi við Reykjavíkurborg þar sem svefn íslenskra ungmenna var mældur. Í kjölfarið var skólabyrjun seinkað til kl. 8.50 hjá elsta stigi í grunnskólum borgarinnar.

Ungmenni þurfa átta til tíu tíma svefn

Dagmál | 7. október 2024

Dr. Erla Björnsdóttir, eigandi svefnmeðferðarfyrirtækisins Betri svefns, hefur rannsakað svefnvenjur barna og fullorðinna um margra ára skeið. Árið 2022 stóð Erla að stórri rannsókn í samstarfi við Reykjavíkurborg þar sem svefn íslenskra ungmenna var mældur. Í kjölfarið var skólabyrjun seinkað til kl. 8.50 hjá elsta stigi í grunnskólum borgarinnar.

Dr. Erla Björnsdóttir, eigandi svefnmeðferðarfyrirtækisins Betri svefns, hefur rannsakað svefnvenjur barna og fullorðinna um margra ára skeið. Árið 2022 stóð Erla að stórri rannsókn í samstarfi við Reykjavíkurborg þar sem svefn íslenskra ungmenna var mældur. Í kjölfarið var skólabyrjun seinkað til kl. 8.50 hjá elsta stigi í grunnskólum borgarinnar.

„14-17 ára unglingar þurfa átta til tíu tíma svefn,“ segir Erla í Dagmálum. „Framleiðslu melatóníns seinkar hjá unglingum á kynþroskaaldri og þar með seinkar líkamsklukku þeirra. Þeim hentar betur að sofna seinna og vakna seinna – þetta er náttúrulegt ferli sem stafar ekki af leti,“ lýsir Erla og segir verkefnið hafa sýnt fram á jákvæð áhrif á svefnvenjur ungmenna. Skorar hún á önnur sveitarfélög að gera slíkt hið sama og ekki síður menntaskólana. Nánar í Dagmálum í dag.

Dr. Erla Björnsdóttir.
Dr. Erla Björnsdóttir. mbl.is/María Matthíasdóttir
mbl.is