Lögregla ekki komin með niðurstöðu úr geðmati

Manndráp við Krýsuvíkurveg | 8. október 2024

Lögregla ekki komin með niðurstöðu úr geðmati

Rannsókn á andláti hinnar tíu ára Kolfinnu Eldeyjar Sigurðardóttur er ólokið. Geðmat á föður hennar, sem sakaður er um að vera valdur að dauða hennar, er enn í fullum gangi þó að lögregla telji sig þekkja atburðarásina nokkuð vel.

Lögregla ekki komin með niðurstöðu úr geðmati

Manndráp við Krýsuvíkurveg | 8. október 2024

Lögregla hefur ekki upplýsingar um það hvort geðmati sé lokið.
Lögregla hefur ekki upplýsingar um það hvort geðmati sé lokið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rann­sókn á and­láti hinn­ar tíu ára Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urðardótt­ur er ólokið. Geðmat á föður henn­ar, sem sakaður er um að vera vald­ur að dauða henn­ar, er enn í full­um gangi þó að lög­regla telji sig þekkja at­b­urðarás­ina nokkuð vel.

Rann­sókn á and­láti hinn­ar tíu ára Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urðardótt­ur er ólokið. Geðmat á föður henn­ar, sem sakaður er um að vera vald­ur að dauða henn­ar, er enn í full­um gangi þó að lög­regla telji sig þekkja at­b­urðarás­ina nokkuð vel.

Svo seg­ir Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­reglu. Hann seg­ist jafn­framt að lög­regla hafi ekki upp­lýs­ing­ar um það hvort að geðmati á föðurn­um sé lokið.

„Svona mál eru alltaf um­fangs­mik­il og þetta er allt sam­an í eðli­leg­um far­vegi,“ seg­ir Grím­ur spurður um það hvort að stytt­ist í lok rann­sókn­ar­inn­ar.

Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.
Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Eyþór Árna­son

Gagn­rýn­ir geðheil­brigðis­kerfið 

Fyrr í dag birt­ist um­fjöll­un um orð Örnu Ýrar Sig­urðardótt­ur, sókn­ar­prests í Grafar­vogi, þar sem hún seg­ir að geðheil­brigðis­kerfið hafi brugðist í aðdrag­anda and­láts Kolfinnu Eld­eyj­ar.

„Við þurf­um að fara að horf­ast í augu við það að geðsjúk­dóm­ar draga fólk til dauða al­veg eins og krabba­mein og hjarta­sjúk­dóm­ar, og við þurf­um að aflétta skömm­inni sem ligg­ur eins og mara yfir fólki með þessa sjúk­dóma, og ekki síður eins og mara yfir aðstand­end­um. Og ef við vilj­um koma í veg fyr­ir fleiri voðaverk, þar sem sak­laus börn láta lífið, eins og hef­ur nú gerst þris­var á þessu eina ári, þá þurf­um við sem sam­fé­lag að spýta í lóf­ana, þrýsta á stjórn­völd um að efla veru­lega alla geðheil­brigðisþjón­ustu, sem og þjón­ustu við börn sem glíma við erfiðan vanda í skóla­kerf­inu.

Við hljót­um öll að vera sam­mála um að þarna þarf að for­gangsraða upp á nýtt, því að hvert manns­líf sem glat­ast vegna skorts á fjár­magni og mannúð í geðheil­brigðis­kerf­inu er einu manns­lífi of mikið,“ er haft eft­ir Örnu í færslu á Face­book.

Eru ekki með niður­stöðu úr geðmati

Spurður um geðmat á föður stúlk­unn­ar og hvort því sé lokið seg­ir Grím­ur lög­reglu ekki vita það.

„Það er staðlað í svona mál­um að þá fer fram geðmat. Við erum ekki með niður­stöðu í því og ég veit ekk­ert hvort að því er lokið,“ seg­ir Grím­ur.

mbl.is