„Geir var mjög ánægður og tók þessu með þökkum“

Bókaland | 9. október 2024

„Geir var mjög ánægður og tók þessu með þökkum“

Lögfræðingurinn og rithöfundurinn, Halldór Armand Ásgeirsson, er að gefa út sína fimmtu skáldsögu Mikilvægt rusl. Bókin hefur mikið persónulegt gildi fyrir Halldór þar sem hún byggir á sögum frá föður hans, föðurbróður og öðrum frænda sem allir unnu við sorphirðu á sínum yngri árum.  

„Geir var mjög ánægður og tók þessu með þökkum“

Bókaland | 9. október 2024

Geir Haarde tekur á móti fyrsta eintakinu af nýjustu bók …
Geir Haarde tekur á móti fyrsta eintakinu af nýjustu bók Halldórs Armand. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Lög­fræðing­ur­inn og rit­höf­und­ur­inn, Hall­dór Armand Ásgeirs­son, er að gefa út sína fimmtu skáld­sögu Mik­il­vægt rusl. Bók­in hef­ur mikið per­sónu­legt gildi fyr­ir Hall­dór þar sem hún bygg­ir á sög­um frá föður hans, föður­bróður og öðrum frænda sem all­ir unnu við sorp­hirðu á sín­um yngri árum.  

Lög­fræðing­ur­inn og rit­höf­und­ur­inn, Hall­dór Armand Ásgeirs­son, er að gefa út sína fimmtu skáld­sögu Mik­il­vægt rusl. Bók­in hef­ur mikið per­sónu­legt gildi fyr­ir Hall­dór þar sem hún bygg­ir á sög­um frá föður hans, föður­bróður og öðrum frænda sem all­ir unnu við sorp­hirðu á sín­um yngri árum.  

„Enn þann dag í dag fá þeir gleðiblik í aug­un þegar þeir rifja upp starfið og segja all­ir að þetta hafi verið besta vinna sem þeir hafi nokk­urn tíma unnið.“

Lögfræðingurinn og rithöfundurinn, Halldór Armand, heldur hér á eintaki fimmtu …
Lög­fræðing­ur­inn og rit­höf­und­ur­inn, Hall­dór Armand, held­ur hér á ein­taki fimmtu bók­ar sinn­ar, Mik­il­væg rusl. mbl.is/​Karítas Sveina Guðjóns­dótt­ir

Af­henti Geir Haar­de fyrsta ein­takið

Bók­in hefst þann ör­laga­ríka dag í Íslands­sög­unni, 6. októ­ber 2008. Íslenskt sam­fé­lag geng­ur af göfl­un­um þegar sorp­hirðan finn­ur af­skorið nef og „Guð blessi Ísland“-ræða Þáver­andi for­sæt­is­ráðherra er í bak­grunni í fyrsta kafla bók­ar­inn­ar.

Þess vegna fékk Geir Haar­de af­hent fyrsta ein­takið. „Þau buðu mér heim til sín í kaffi og klein­ur,“ seg­ir Hall­dór en hann átti gott og skemmti­legt spjall við hjón­in Geir og Ingu Jónu á heim­ili þeirra. 

Það var mikið rætt á heimili þeirra Geirs Haarde og …
Það var mikið rætt á heim­ili þeirra Geirs Haar­de og Ingu Jónu. mbl.is/​Karítas Sveina Guðjóns­dótt­ir

„Geir var mjög ánægður og tók þessu með þökk­um.“

Hall­dór von­ast til að þeir geti lesið upp sam­an fyr­ir jól­in því ævi­saga Geirs Haar­de er einnig vænt­an­leg og verður í jóla­bóka­flóðinu ásamt bók Hall­dórs. „Hann er frá­bær maður.“

Díll höf­unda ansi slæm­ur

Fyrri bæk­ur Hall­dórs voru all­ar gefn­ar út af Máli og menn­ingu. Í þetta skiptið próf­ar hann sjálfsút­gáfu og stofnaði eig­in út­gáfu Flat­k­kök­una, en hann seg­ist ein­fald­lega elska flat­kök­ur. 

Ástæðurn­ar fyr­ir sjálfsút­gáf­unni eru marg­vís­leg­ar en hann seg­ist ekk­ert hafa á móti út­gáfu­fé­lög­um sem slík­um. 

„Sem höf­und­ur fæ ég miklu meira í eig­in vasa ef ég gef út sjálf­ur. Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að þessi staðlaði út­gáfu­samn­ing­ur er mjög slæm­ur fyr­ir höf­unda. Bók­sala hef­ur dreg­ist sam­an um 50% á nokkr­um árum og þess vegna mik­il­vægt að gera til­raun­ir í nýj­um veru­leika,“ seg­ir Hall­dór og bæt­ir því að það hafi oft verið skrýtið að leggja svo mikla vinnu í bók sem fari beint í hend­urn­ar á út­gef­anda, þar sem verði ákveðin af­teng­ing við verkið. 

Hall­dór fjár­magn­ar út­gáf­una sjálf­ur og seg­ir það áhuga­verða upp­lif­un að vera sjálf­ur við stjórn­völ­inn. Hann geti t.d. gefið sér­stak­an af­slátt til náms­manna og bóka­klúbba í gegn­um heimasíðuna halldor­armand.is.   

Útgáfuhófið verður í Góða hirðinum á fimmtudaginn milli kl. 18 …
Útgáfu­hófið verður í Góða hirðinum á fimmtu­dag­inn milli kl. 18 og 20. mbl.is/​Karítas Sveina Guðjóns­dótt­ir

Góðir dóm­ar

Bæk­ur Hall­dórs hafa verið þýdd­ar á tékk­nesku, frönsku, pólsku og nú síðast á tyrk­nesku. Síðasta bók­in hans, Bróðir, hef­ur hlotið mjög góða dóma í Frakklandi.

Fyr­ir utan bóka­skrif­in hef­ur Hall­dór einnig verið pistla­höf­und­ur á Rás 1 og hjá Morg­un­blaðinu. Kveikj­an að nýj­ustu bók­inni eru fyrst og fremst sög­urn­ar frá sorp­hirðunni sem hann seg­ist hafa al­ist upp við.

Aðspurður út í af­skorna nefið sem er kveikja söguþráðar­ins seg­ir hann föður sinn reynd­ar aldrei hafa fundið lík­ams­parta í sorp­inu. Nefið er því eig­in hug­mynda­smíð Hall­dórs. 

„Bók­in er skemmti­saga. Bráðfynd­in og gríp­andi ást­ar- og spennu­saga. Ég skemmti mér kon­ung­lega við að skrifa hana þótt und­ir­tónn­inn sé al­var­legri.“

Fram til miðnætt­is á miðviku­dag er hægt að nálg­ast ein­tak af bók­inni með 10% af­slætti á áður­get­inni vefsíðu Hall­dórs með af­slátt­ar­kóðanum RUSL10. Úgáfu­hófið verður svo í Góða hirðinum á fimmtu­dag­inn milli klukk­an 18 og 20. 

mbl.is