Rannsókn lögreglunnar á hnífstunguárásinni á Menningarnótt mun að öllum líkindum klárast á næstu tveimur til þremur vikum.
Rannsókn lögreglunnar á hnífstunguárásinni á Menningarnótt mun að öllum líkindum klárast á næstu tveimur til þremur vikum.
Rannsókn lögreglunnar á hnífstunguárásinni á Menningarnótt mun að öllum líkindum klárast á næstu tveimur til þremur vikum.
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Hann segir rannsóknina ganga vel. Mál sem þessi séu alltaf viðamikil en rannsóknin sé í eðlilegum farvegi og muni ljúka á tilskildum tíma.
„Það getur enginn setið lengur í gæsluvarðhaldi heldur en 12 vikur ef ekki er gefin út ákæra, nema eitthvað sérstakt komi til, þannig að ég myndi reikna með að þetta klárist á næstu tveimur til þremur vikum,“ segir Grímur.
Gæsluvarðhald yfir 16 ára pilti, sem er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi á Menningarnótt með þeim afleiðingum að eitt þeirra lést, rennur út eftir tvær vikur.
Hann var handtekinn 24. ágúst, eða fyrir tæpum sjö vikum síðan. Grímur segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að óska eftir lengra varðhaldi yfir honum.
Spurður segir hann bráðabirgðaniðurstöður úr krufningu vera komnar en segir óvíst hvort lögreglan greini frá þeim fyrr en hugsanlega ef ákæra verður gefin út í málinu.
Hefðbundin gagnaöflun er enn annars enn í gangi.