Hætt við að Ísland nái ekki að uppfylla markmiðin

Umhverfisvitund | 11. október 2024

Hætt við að Ísland nái ekki að uppfylla markmiðin

Ný skýrsla frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sýnir að Ísland, Liechtenstein og Noregur eru í hættu á að uppfylla ekki nokkur af 2025 markmiðum um endurnotkun og endurvinnslu á heimilisúrgangi og markmið um endurvinnslu á umbúðaúrgangi.

Hætt við að Ísland nái ekki að uppfylla markmiðin

Umhverfisvitund | 11. október 2024

Heimilisúrgangur samanstendur af ýmsum úrgangi frá heimilum og öðrum.
Heimilisúrgangur samanstendur af ýmsum úrgangi frá heimilum og öðrum. Ljósmynd/Colourbox

Ný skýrsla frá Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) sýn­ir að Ísland, Liechten­stein og Nor­eg­ur eru í hættu á að upp­fylla ekki nokk­ur af 2025 mark­miðum um end­ur­notk­un og end­ur­vinnslu á heim­il­isúr­gangi og mark­mið um end­ur­vinnslu á umbúðaúr­gangi.

Ný skýrsla frá Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) sýn­ir að Ísland, Liechten­stein og Nor­eg­ur eru í hættu á að upp­fylla ekki nokk­ur af 2025 mark­miðum um end­ur­notk­un og end­ur­vinnslu á heim­il­isúr­gangi og mark­mið um end­ur­vinnslu á umbúðaúr­gangi.

EES lög­gjöf um úr­gang fel­ur í sér að ríki nái ákveðnum mark­miðum um meðhöndl­un úr­gangs. Tvö helstu mark­miðin fela í sér að ríki und­ir­búi til end­ur­notk­un­ar eða end­ur­vinni 55% af al­menn­um heim­il­isúr­gangi og end­ur­vinni meira en 65% af heild­ar­magni umbúðaúr­gangs fyr­ir árið 2025. Frek­ari efn­is­bund­in mark­mið eru sett fyr­ir umbúðir úr gleri, járn­málmi, papp­ír, viði, pappa og plasti. Einnig er mark­mið um að draga úr urðun fyr­ir árið 2035.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ESA. 

Mark­mið skýrsl­unn­ar að greina van­kanta

Bent er á, að svo­kölluð viðvör­un­ar­skýrsla (e. Ear­ly Warn­ing Report) meti lík­urn­ar á að rík­in þrjú nái þeim mark­miðum sem þau hafa geng­ist und­ir sam­kvæmt EES-samn­ingn­um sem varða end­ur­notk­un og end­ur­vinnslu á heim­il­is- og umbúðaúr­gangi.

„Heim­il­isúr­gang­ur sam­an­stend­ur af ýms­um úr­gangi frá heim­il­um og öðrum. Með umbúðaúr­gangi er átt við efni sem notað er til að geyma vör­ur. Skýrsl­an hef­ur það að leiðarljósi að greina van­kanta og mögu­leg­ar aðgerðir til að bæta frammistöðu ríkj­anna í meðhöndl­un úr­gangs. Skýrsl­an inni­held­ur einnig frummat á fram­vindu ríkj­anna í átt að mark­miði um að draga úr urðun heim­il­isúr­gangs fyr­ir árið 2035,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Frek­ari aðgerðir nauðsyn­leg­ar

Þá kem­ur fram, að skýrsl­an sýni að Nor­egi, Íslandi og Liechten­stein gangi sí­fellt bet­ur að ná ár­angri í átt að mark­miðunum sem sett hafi veirð um minnk­un úr­gangs fyr­ir árið 2025.

„Hins veg­ar eru öll þrjú EES EFTA-rík­in í hættu á að ná ekki að minnsta kosti einu af mark­miðunum. Frek­ari aðgerðir eru því nauðsyn­leg­ar til að auka end­ur­vinnslu­hlut­fall ríkj­anna fyr­ir lok árs 2025 og fram á við. Í skýrsl­unni eru nefnd dæmi um góðan ár­ang­ur og lagðar fram úr­bóta­til­lög­ur fyr­ir öll þrjú rík­in.“

Hætt við að Ísland nái ekki mark­miðum fyr­ir 2025

Enn frem­ur seg­ir, að Ísland sé á góðri leið að ná mark­miði um að end­ur­vinna 25% af úr­gangi úr viðar­um­búðum fyr­ir árið 2025. Hins veg­ar sé hætt við að Ísland nái ekki mark­miðunum fyr­ir árið 2025 að því er varði end­ur­nýt­ingu og end­ur­vinnslu 55% af heim­il­isúr­gangi og end­ur­vinnslu 65% af heild­ar­magni umbúðaúr­gangs. Sama eigi við um sér­tæk mark­mið um að end­ur­vinna 70% af umbúðaúr­gangi úr járn­málm­um, 70% af umbúðaúr­gangi úr gleri og 50% af umbúðaúr­gangi úr plasti.

„Þá er áhyggju­efni bilið á milli nú­ver­andi urðun­ar­hlut­falls Íslands og mark­miðsins um að urða að há­marki 10% af heim­il­isúr­gangi sem fell­ur til fyr­ir árið 2035,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Hér má lesa skýrsl­una í heild sinni

mbl.is