Hótelinu var líkt við líkhús en nýtur nú vinsælda

Gisting | 12. október 2024

Hótelinu var líkt við líkhús en nýtur nú vinsælda

Fyrsta „hylkjahótel“ heims var stofnað í Osaka í Japan árið 1979 og var því líkt við líkhús. Með löngum röðum svefnhylkja sem hvert og eitt geymdi sofandi manneskju. Upphaflega hannað fyrir t.d. viðskiptamenn sem skutust á hótelið til að fá svefn eftir langan vinnudag í stað þess að ferðast langa vegalengd heim til sín. 

Hótelinu var líkt við líkhús en nýtur nú vinsælda

Gisting | 12. október 2024

Nine-hours svefntilraunahótelið í Japan.
Nine-hours svefntilraunahótelið í Japan. Alec Favale/Unsplash

Fyrsta „hylkja­hót­el“ heims var stofnað í Osaka í Jap­an árið 1979 og var því líkt við lík­hús. Með löng­um röðum svefn­hylkja sem hvert og eitt geymdi sof­andi mann­eskju. Upp­haf­lega hannað fyr­ir t.d. viðskipta­menn sem skut­ust á hót­elið til að fá svefn eft­ir lang­an vinnu­dag í stað þess að ferðast langa vega­lengd heim til sín. 

Fyrsta „hylkja­hót­el“ heims var stofnað í Osaka í Jap­an árið 1979 og var því líkt við lík­hús. Með löng­um röðum svefn­hylkja sem hvert og eitt geymdi sof­andi mann­eskju. Upp­haf­lega hannað fyr­ir t.d. viðskipta­menn sem skut­ust á hót­elið til að fá svefn eft­ir lang­an vinnu­dag í stað þess að ferðast langa vega­lengd heim til sín. 

Þannig gátu þeir vaknað morg­un­inn eft­ir og farið beint til vinnu. 

Hug­mynd­in breidd­ist fljótt út og fóru for­vitn­ir ferðamenn að sækj­ast í ódýr­ari mögu­leika og gist­i­rými sem voru svipuð að stærð og eins manns rúm. 

Á vef BBC má finna alls átta hylkja­hót­el sem tal­in eru vera þau ótrú­leg­ustu í heimi. Hér eru tal­in upp fjög­ur þeirra: 

Svefn­tilrauna­stofa

Nine-hours keðjan í Jap­an sam­an­stend­ur af 13 hót­el­um vítt og breytt um landið, allt frá Fu­koka í vestri til eyj­unn­ar Hokkaido í norð-aust­ur hlut­an­um. Hót­elið sem er einskon­ar til­rauna­stofa býður gest­um upp á svefn­rann­sókn­ir þar sem skynj­ar­ar mæla allt frá önd­un og and­lits­svip yfir í hjart­slátt­artíðni og kæfis­vefn. Þá er einnig hægt að fylgj­ast með hrot­um.

Í takt við hug­mynda­fræði hót­els­ins er svefnaðstaðan í klín­ísk­um stíl, með slétt­um og glans­andi svefn­belgj­um sem gætu minnt á tökustað fyr­ir kvik­mynd með vís­inda­skáld­skap­ar þema.

Svefn­rými í klett­un­um

Nótt í gegn­sæj­um svefn­belg sem loðir við kletta­vegg­inn fyr­ir ofan Helga-dal­inn í Perú er ekki bein­lín­is hug­mynd fyr­ir af­slapp­andi dvöl. Fyr­ir adrenalín­fíkl­ana gæti þetta aft­ur á móti verið ákjós­an­leg gistiaðstaða. 

Um 400 metra klif­ur lóðrétt upp kletta­vegg­inn er eina leiðin til að kom­ast í hinar svo­kölluðu Skylod­ge Advent­ure Suites, en reynsla í klifri er ekki nauðsyn­leg. Held­ur þarf að vera við góða heilsu og loft­hræðsla er vita­skuld ekki inni í mynd­inni. 

Að ganga til hvílu í nátt­úr­unni

Free Spi­rit Sph­eres í Vancou­ver í Kan­ada eru kúl­ur sem hengd­ar eru upp á milli barr­trjánna líkt og risa­stór­ar jóla­kúl­ur. Því er líkt og gest­ir dingli í lausu lofti á meðan sofið er í þessu fram­andi gist­i­rými. 

Kúl­urn­ar, sem eru alls þrjár, eru bún­ar hjóna­rúmi, borðkrók og vaski. Aðgang­ur að hverri kúlu er leið upp hring­stiga sem vaf­inn er utan um tré. Lög­un gist­i­rýmanna gera það að verk­um að inn­rétt­ing­ar þurfa sér­hönn­un og eru hús­gögn­in m.a. úr val­hnet­um og hurðar­hún­ar úr bronsi. 

Sagði ein­hver inni­lok­un­ar­kennd?

Í Oud Zuid, einu glæsi­leg­asta hverfi Amster­dam, greiða ferðamenn fyr­ir að fá að sofa í skáp. Hið sér­kenni­lega hót­el De Bed­stee bygg­ir á aldagam­alli hefð hol­lenska rúms­ins (box bed), rúm sem falið er á bakvið skáp­h­urð til að mynda nota­leg­an svefn­krók.

Rauðar gard­ín­ur hylja glugg­ana á gistiskáp­un­um og litl­ir viðarstig­ar liggja upp í svefn­plássið fyr­ir ofan. 

Tæm­andi lista má finna á vef BBC.

mbl.is