12 hlýjar peysur fyrir veturinn

Fatastíllinn | 13. október 2024

12 hlýjar peysur fyrir veturinn

Haustið er því miður senn á enda og enn kaldari árstími að taka við. Þá er mikilvægt að eiga góða peysu. Fyrir þau sem finna aðeins vonlausar akrýlpeysur frá því í fyrra í fataskápnum og verða að endurnýja eru hér nokkrar hugmyndir að flottum peysum sem munu nýtast vel. 

12 hlýjar peysur fyrir veturinn

Fatastíllinn | 13. október 2024

Frá haust- og vetrarlínum SKALL Studio, Chloé, Ferragamo og aftur …
Frá haust- og vetrarlínum SKALL Studio, Chloé, Ferragamo og aftur SKALL Studio fyrir 2024-2025. Samsett mynd

Haustið er því miður senn á enda og enn kald­ari árs­tími að taka við. Þá er mik­il­vægt að eiga góða peysu. Fyr­ir þau sem finna aðeins von­laus­ar akrýlpeys­ur frá því í fyrra í fata­skápn­um og verða að end­ur­nýja eru hér nokkr­ar hug­mynd­ir að flott­um peys­um sem munu nýt­ast vel. 

Haustið er því miður senn á enda og enn kald­ari árs­tími að taka við. Þá er mik­il­vægt að eiga góða peysu. Fyr­ir þau sem finna aðeins von­laus­ar akrýlpeys­ur frá því í fyrra í fata­skápn­um og verða að end­ur­nýja eru hér nokkr­ar hug­mynd­ir að flott­um peys­um sem munu nýt­ast vel. 

Á tískupöll­un­um fyr­ir vet­ur­inn mátti sjá alls kon­ar út­gáf­ur af peys­um en það voru þó aðallega peys­ur í brún­um og grá­um tón­um sem voru mest áber­andi. Peys­urn­ar komu í öll­um gerðum, bæði stutt­ar og hneppt­ar eða þykk­ar og síðar. Hjá franska tísku­hús­inu Chloé var áber­andi að nota belti yfir peys­una sem er sniðug leið til að nota sömu peys­una á mis­mun­andi vegu. 

Hjá danska fata­merk­inu Skall Studio voru þykk­ar peys­ur sett­ar yfir axl­irn­ar og gegndu þær hlut­verki tref­ils sem gæti komið sér vel í norðanátt­inni. Hjá ít­alska merk­inu Ferragamo var ull­in notuð frá toppi til táar og allt í sama litn­um.

Svo að peys­an þjóni þeim til­gangi sem hún er ætluð fyr­ir, að vernda fyr­ir kulda, verður að hafa efna­sam­setn­ing­una í huga. Því hærra hlut­fall af ull, því hlýrri er peys­an. Góð peysa ætti að duga í mörg ár ef hún er vönduð og hana má nota á marga mis­mun­andi vegu. Það er aug­ljóst að það verður að leyfa ímynd­un­ar­afl­inu að ráða.

Peysa frá The.Garment, fæst í Andrá og kostar 41.900 kr.
Peysa frá The.Garment, fæst í Andrá og kost­ar 41.900 kr.
Peysa frá Hildi Yeoman, kostar 48.900 kr.
Peysa frá Hildi Yeom­an, kost­ar 48.900 kr.
Peysa frá Gustav Denmark, fæst í Mathilda og kostar 26.990 …
Peysa frá Gustav Den­mark, fæst í Mat­hilda og kost­ar 26.990 kr.
Peysa frá COS, kostar 19.000 kr.
Peysa frá COS, kost­ar 19.000 kr.
Peysa frá Samsøe Samsøe, fæst í EVU og kostar 23.995 …
Peysa frá Sam­søe Sam­søe, fæst í EVU og kost­ar 23.995 kr.
Peysa frá Samsøe Samsøe, fæst í EVU og kostar 38.995 …
Peysa frá Sam­søe Sam­søe, fæst í EVU og kost­ar 38.995 kr.
Létt ullarpeysa frá ZÖRU, kostar 8.995 kr.
Létt ullarpeysa frá ZÖRU, kost­ar 8.995 kr.
Peysa frá H&M, kostar 5.500 kr.
Peysa frá H&M, kost­ar 5.500 kr.
Peysa frá Second Female, kostar 29.900 og fæst í FOU22.
Peysa frá Second Female, kost­ar 29.900 og fæst í FOU22.
Ullarpeysa úr Zöru, 11.995 kr.
Ullarpeysa úr Zöru, 11.995 kr.
Ullarpeysa frá As We Grow, kostar 38.900 kr.
Ullarpeysa frá As We Grow, kost­ar 38.900 kr.
Peysa frá Gestuz, fæst í Andrá og kostar 25.900 kr.
Peysa frá Gest­uz, fæst í Andrá og kost­ar 25.900 kr.
mbl.is