Ástralski kokkurinn Anthony Randello-Jahn sem þekktur er sem Donut Daddy á samfélagsmiðlum hefur vakið mikla athygli í netheimum fyrir matarfærslur sínar á Instagram. Margir aðrir hafa fetað í fótspor hans og ljóst er að um vaxandi „trend“ er að ræða, mögulega í kjölfar vinsælla þátta á borð við Bear.
Ástralski kokkurinn Anthony Randello-Jahn sem þekktur er sem Donut Daddy á samfélagsmiðlum hefur vakið mikla athygli í netheimum fyrir matarfærslur sínar á Instagram. Margir aðrir hafa fetað í fótspor hans og ljóst er að um vaxandi „trend“ er að ræða, mögulega í kjölfar vinsælla þátta á borð við Bear.
Ástralski kokkurinn Anthony Randello-Jahn sem þekktur er sem Donut Daddy á samfélagsmiðlum hefur vakið mikla athygli í netheimum fyrir matarfærslur sínar á Instagram. Margir aðrir hafa fetað í fótspor hans og ljóst er að um vaxandi „trend“ er að ræða, mögulega í kjölfar vinsælla þátta á borð við Bear.
Umræddur kokkur er með hátt í 900 þúsund fylgjendur og er óhræddur við að handleika mat ber að ofan. Mörgum finnst sérstaklega áhugavert þegar hann handleikur Kitchen Aid-græjur sínar.
Við færslurnar skrifar hann með eggjandi undirtón á borð við: „eftirréttur er ekki það eina á matseðlinum í kvöld“ eða „hvað er bleikt, sætt og tilbúið til að borða?“. Um sætabrauð segir hann eitthvað á þessa leið „ég mun smyrja þig áður en ég legg þig saman“.
„Kynlíf selur,“ segir Randello-Jahn sem er 31 árs og rekur bakarí. „Þegar maður blandar því saman við raunverulega hæfileika og góð efnistök þá er manni allir vegir færir. Auðvitað fatta þetta ekki allir en margir elska þetta.“
Randello-Jahn segist geta gert allan mat kynþokkafullan en segist þó elska sérstaklega að vinna með súkkulaði og þeyttan rjóma.