„Stjórnarkreppa í Íslandi“

Alþingi | 13. október 2024

„Stjórnarkreppa í Íslandi“ – Erlenda pressan fjallar um stjórnarslitin

Fregnir af stjórnarslitum hafa vakið athygli erlendis og hafa fjölmiðlar víða á heimskringlunni greint frá því að stefnt sé að skyndikosningum á Íslandi í nóvember.

„Stjórnarkreppa í Íslandi“ – Erlenda pressan fjallar um stjórnarslitin

Alþingi | 13. október 2024

Sumir miðlar setja útlendingamálin í brennidepil þegar þeir greina frá …
Sumir miðlar setja útlendingamálin í brennidepil þegar þeir greina frá stjórnarslitunum. Aðrir beina ljósinu að Yazan Tamimi. Samsett mynd/Skjáskot

Fregnir af stjórnarslitum hafa vakið athygli erlendis og hafa fjölmiðlar víða á heimskringlunni greint frá því að stefnt sé að skyndikosningum á Íslandi í nóvember.

Fregnir af stjórnarslitum hafa vakið athygli erlendis og hafa fjölmiðlar víða á heimskringlunni greint frá því að stefnt sé að skyndikosningum á Íslandi í nóvember.

Eins og fram hefur komið tilkynnti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í dag að ríkisstjórnar­sam­starfi Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar og Vinstri grænna hefði verið slitið.

„Sundrung um innflytjendamál og orkumál fær ríkistjórn Íslands til að segja af sér,“ segir í fyrirsögn danska dagblaðsins Politiken.

„Stjórnarkreppa í Íslandi,“ segir í fyrirsögn færeyska miðilsins in.fo.

Yazan hafi hjálpað við að fylla mælinn

Norska blaðið Aftenposten setur Yazan Tamimi í brennidepil og skrifar að 12 ára drengur með vöðvarýrnunarsjúkdóm hafi hjálpað við að setja síðasta dropann í mælinn, eða „fá bikarinn til að flæða yfir“ eins og Norðmennirnir orða það.

Eins og fram hefur komið hefur stöðvun dómsmálaráðherra að fyrirhuguðum brottflutningi Yazans verið eitt af þrætueplum stjórnarinnar undanfarnar vikur en Yazan hefur nú hlotið alþjóðlega á Íslandi.

Aðspurður í dag sagði Bjarni að mál Yazans hafi ekki verið dropann sem fyllti mæl­inn og leiddi til stjórn­arslita þó það hafi vissulega reynst stjórninni erfitt.

Sænska blaðið Aftonbladet greinir einnig frá stjórnarslitunum og tekur fram að búist sé við kosningum 30. nóvember að því gefnu að Halla Tómasdóttir forseti Íslands samþykki beiðni Bjarna um að leysa upp þingið.

Hælisleitendur, orkumál og utanríkismál?

Í fyrirsögn þýska miðilsins Die Presse stendur: „Úrslitaatriðin [voru] hælisleitendur og orka: Ríkisstjórnarsamstarfið á Íslandi sprungið.“

Breska stórblaðið Guardian greinir einnig frá skyndikosningunum í nóvember. Blaðið kveðst hafa það eftir Bjarna að ríkistjórnin hafi sundrast vegna óeiningar um „utanríkismál og hælisleitendur“.

Ítalska fréttaveitan ANSA skrifar einnig um stjórnarslitin. Miðillinn segir reyndar að ríkisstjórnin hafi verið við völd síðan 2021 en stjórn Bjarna Benediktssonar var aftur á móti mynduð í apríl, á meðan flokkarnir þrír hafa verið við stjórnvöllinn síðan 2017.

Asískir miðlar greina einnig frá, þar á meðal kínverski miðillinn Chinaplus og indverski miðillinn Faribad Latest News.

mbl.is