María Thelma og Steinar giftu sig í Hallgrímskirkju

Brúðkaup | 14. október 2024

María Thelma og Steinar giftu sig í Hallgrímskirkju

Leikkonan María Thelma Smáradóttir og Steinar Thors viðskiptastjóri hjá Straumi gengu í hjónaband á laugardaginn. Giftingin sjálf fór fram í Hallsgrímskirkju og svo var skundað á Grand Hótel á eftir þar sem ráðahagnum var fagnað. 

María Thelma og Steinar giftu sig í Hallgrímskirkju

Brúðkaup | 14. október 2024

María Thelma Smáradóttir og Steinar Thors gengu í hjónaband á …
María Thelma Smáradóttir og Steinar Thors gengu í hjónaband á laugardaginn. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Leik­kon­an María Thelma Smára­dótt­ir og Stein­ar Thors viðskipta­stjóri hjá Straumi gengu í hjóna­band á laug­ar­dag­inn. Gift­ing­in sjálf fór fram í Halls­gríms­kirkju og svo var skundað á Grand Hót­el á eft­ir þar sem ráðahagn­um var fagnað. 

Leik­kon­an María Thelma Smára­dótt­ir og Stein­ar Thors viðskipta­stjóri hjá Straumi gengu í hjóna­band á laug­ar­dag­inn. Gift­ing­in sjálf fór fram í Halls­gríms­kirkju og svo var skundað á Grand Hót­el á eft­ir þar sem ráðahagn­um var fagnað. 

Veisl­an var hin glæsi­leg­asta. Boðið var upp á ljúf­feng­an mat og drykki. Mar­grét Rán tón­list­ar­kona kom og tók­Higher og svo mætti sjálf­ur Páll Óskar og hélt uppi stuðinu. Með hon­um á sviðinu voru tveir dans­ar­ar. 

Giftingin fór fram í Hallgrímskirkju.
Gift­ing­in fór fram í Hall­gríms­kirkju. Ljós­mynd/​Elísa­bet Blön­dal

Róm­an­tískt bón­orð 

Stein­ar bað Maríu Thelmu í jólaþorp­inu í Hafnar­f­irði skömmu fyr­ir jól­in 2022.

„Jóla­göngu­túr­inn á Thorspl­an­inu í Hafn­ar­f­irði tók ansi óvænta stefnu þegar minn allra besti fór á skelj­arn­ar og að sjálf­sögðu sagði ég JÁ! Að okk­ur óaf­vit­andi stóð kona álengd­ar og festi augna­blikið á mynd­band! Við eydd­um svo rest­inni af deg­in­um út um all­ar triss­ur þar sem við skáluðum og fögnuðum ást­inni,“ skrif­ar María Thelma.

Smart­land ósk­ar hjón­un­um til ham­ingju með gift­ing­una! 

mbl.is