Fyrrverandi barnastjarnan Shad Gregory Moss, best þekktur undir listamannsnafninu Bow Wow, var gestur í bandaríska hlaðvarpsþættinum More to the Story nú á dögunum og ræddi meðal annars um upplifun sína af svallveislum tónlistarmannsins Sean Combs, einnig þekktur sem P. Diddy.
Fyrrverandi barnastjarnan Shad Gregory Moss, best þekktur undir listamannsnafninu Bow Wow, var gestur í bandaríska hlaðvarpsþættinum More to the Story nú á dögunum og ræddi meðal annars um upplifun sína af svallveislum tónlistarmannsins Sean Combs, einnig þekktur sem P. Diddy.
Fyrrverandi barnastjarnan Shad Gregory Moss, best þekktur undir listamannsnafninu Bow Wow, var gestur í bandaríska hlaðvarpsþættinum More to the Story nú á dögunum og ræddi meðal annars um upplifun sína af svallveislum tónlistarmannsins Sean Combs, einnig þekktur sem P. Diddy.
Bow Wow, sem var tíður gestur í veislum rapparans, sagðist þegar sakna svallveislnanna og viðurkenndi að ákveðið tómarúm hafi nú myndast í Hollywood, en veislur Combs löðuðu til sín skærustu stjörnur heims.
Þar má nefna nöfn eins og Leonardo DiCaprio, Justin Bieber, Beyoncé, Jay-Z, Jennifer Lopez og Ashton Kutcher.
Bow Wow, sem er 37 ára gamall og best þekktur fyrir lagið That's My Name, sagði handtöku rapparans marka endalok ákveðins tímabils í Hollywood og lýsti Combs sem sannkölluðum hliðarverði áfengis, svalls og góðra stunda.
Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín sem flestum finnast óviðeigandi í ljósi viðburða síðustu vikna.
Combs var handtekinn í New York um miðjan september og ákærður í kjölfarið fyrir fjárkúgun og kynlífsþrælkun. Réttarhöld yfir tónlistarmanninum munu hefjast þann 5. maí á næsta ári og mun Combs sæta gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldunum.