Ný lopapeysa Bjarna smellpassar

Steldu stílnum | 17. október 2024

Ný lopapeysa Bjarna smellpassar

Bjarni Benediktsson forsetisráðherra er að vonum glaður með nýju lopapeysuna sem hann fékk á dögunum. Peysan er prjónuð af Arndísi Ágústsdóttur frá Kálfárdal og er ljósgrá, ljósbrún, hvít og svört með hestamynstri. Bjarni sá peysuna fyrst í Skagafirði í sumar.

Ný lopapeysa Bjarna smellpassar

Steldu stílnum | 17. október 2024

Bjarni er ánægður með lopapeysuna.
Bjarni er ánægður með lopapeysuna. Ljósmynd/Skjáskot Facebook

Bjarni Bene­dikts­son for­set­is­ráðherra er að von­um glaður með nýju lopa­peys­una sem hann fékk á dög­un­um. Peys­an er prjónuð af Arn­dísi Ágústs­dótt­ur frá Kálfár­dal og er ljós­grá, ljós­brún, hvít og svört með hesta­mynstri. Bjarni sá peys­una fyrst í Skagaf­irði í sum­ar.

Bjarni Bene­dikts­son for­set­is­ráðherra er að von­um glaður með nýju lopa­peys­una sem hann fékk á dög­un­um. Peys­an er prjónuð af Arn­dísi Ágústs­dótt­ur frá Kálfár­dal og er ljós­grá, ljós­brún, hvít og svört með hesta­mynstri. Bjarni sá peys­una fyrst í Skagaf­irði í sum­ar.

Það er fátt ís­lensk­ara en lopa­peys­an sem er nú verndað afurðar­heiti. Skil­yrðin fyr­ir því að flík geti verið kölluð ís­lensk lopa­peysa eru nokk­ur. Peys­an þarf að vera hand­prjónuð hér á landi, ull­in sem notuð er í hana þarf að vera klippt af ís­lensku sauðfé og má ull­in ekki vera end­urunn­in. Peys­an þarf einnig að vera prjónuð úr lopa.

Á sum­ar­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar á sveita­setr­inu Hofs­stöðum í Skagaf­irði síðsum­ars kom ég auga á fal­lega lopa­peysu í and­dyri gisti­staðar­ins. Sú var úr smiðju Arn­dís­ar Ágústs­dótt­ur frá Kálfár­dal við Sauðár­krók. Því miður var þó deg­in­um ljós­ara að peys­an myndi með engu móti passa. Arn­dís gekk hins veg­ar hreint til verks í að prjóna fyr­ir mig nýja lopa­peysu. Peys­an barst mér á dög­un­um og skemmst frá því að hún er ekki bara fal­leg held­ur smellpass­ar hún sömu­leiðis,“ skrif­ar Bjarni á Face­book.

mbl.is