Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla, iðnar og nýsköpunarráðherra, segir að hún hafi hringt í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra því hún hafi ekki áttað sig á þeirri stöðu sem upp var komin í máli Yazans Tamimi sem til stóð að flytja af landi brott.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla, iðnar og nýsköpunarráðherra, segir að hún hafi hringt í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra því hún hafi ekki áttað sig á þeirri stöðu sem upp var komin í máli Yazans Tamimi sem til stóð að flytja af landi brott.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla, iðnar og nýsköpunarráðherra, segir að hún hafi hringt í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra því hún hafi ekki áttað sig á þeirri stöðu sem upp var komin í máli Yazans Tamimi sem til stóð að flytja af landi brott.
Síðar var hætt við brottflutning. Fram kemur í Facebook-færslu Áslaugar að erfitt hafi verið að átta sig á raunverulegri stöðu mála þegar málið komst í hámæli í fjölmiðlum að morgni 16. september.
„Ég sendi henni skilaboð til að afla upplýsinga um stöðuna og í kjölfarið bað hún mig um að hringja í sig. Í því samtali fékk ég einungis upplýsingar um stöðuna, ég lýsti hvorki skoðun á málinu né hafði afskipti af því,“ segir Áslaug Arna í færslu sinni.
Þá ítrekar hún að hún treysti lögreglu fyrir sínum verkefnum.
„Það geri ég og hef marg ítrekað nú og sem dómsmálaráðherra að stjórnmálamenn eiga hvorki að hafa afskipti af einstaka málum. Að baki ákvörðun sem þessari er faglegt mat sem við höfum búið til ákveðið ferli fyrir. Ferli sem byggir á reglum sem Alþingi setur. Við stjórnmálamenn verðum að treysta því frá upphafi til enda,“ segir Áslaug.