„Ástin bankaði heldur betur á dyr, eiginlega bara ruddi þeim niður með látum“

Framakonur | 18. október 2024

„Ástin bankaði heldur betur á dyr, eiginlega bara ruddi þeim niður með látum“

Líf Anítu Briem umturnaðist þegar hún kom til Íslands 2019 til þess að leika í fyrri seríu Ráðherrans. Eftir skilnað fann hún ástina á ný og hlakkar til að taka á móti nýju barni á Bárugötu. Hún er mætt aftur á skjáinn í hlutverki Steinunnar í Ráðherrann 2 og hefur aldrei verið sáttari við hlutskipti sitt í lífinu. Hún prýðir forsíðu Smartlandsblaðsis sem fylgir Morgunblaðinu í dag. 

„Ástin bankaði heldur betur á dyr, eiginlega bara ruddi þeim niður með látum“

Framakonur | 18. október 2024

Aníta Briem er komin 36 vikur á leið og hlakkar …
Aníta Briem er komin 36 vikur á leið og hlakkar til vetrarins. mbl.is/Anton Brink

Líf Anítu Briem um­turnaðist þegar hún kom til Íslands 2019 til þess að leika í fyrri seríu Ráðherr­ans. Eft­ir skilnað fann hún ást­ina á ný og hlakk­ar til að taka á móti nýju barni á Báru­götu. Hún er mætt aft­ur á skjá­inn í hlut­verki Stein­unn­ar í Ráðherr­ann 2 og hef­ur aldrei verið sátt­ari við hlut­skipti sitt í líf­inu. Hún prýðir forsíðu Smart­lands­blaðsis sem fylg­ir Morg­un­blaðinu í dag. 

Líf Anítu Briem um­turnaðist þegar hún kom til Íslands 2019 til þess að leika í fyrri seríu Ráðherr­ans. Eft­ir skilnað fann hún ást­ina á ný og hlakk­ar til að taka á móti nýju barni á Báru­götu. Hún er mætt aft­ur á skjá­inn í hlut­verki Stein­unn­ar í Ráðherr­ann 2 og hef­ur aldrei verið sátt­ari við hlut­skipti sitt í líf­inu. Hún prýðir forsíðu Smart­lands­blaðsis sem fylg­ir Morg­un­blaðinu í dag. 

Tök­ur á Ráðherr­an­um 2 fóru fram í fyrra­sum­ar. Bene­dikt og Stein­unn flytja úr Arn­ar­nes­inu á Báru­götu.

„Það er gam­an að segja frá því að nýtt heim­ili þeirra hjóna í Vest­ur­bæn­um stend­ur við sömu götu og ég og kær­asti minn keypt­um við nokkr­um mánuðum seinna,“ seg­ir Aníta en hún fann ást­ina á ný eft­ir skilnað þegar hún hitti Hafþór Waldorff.

Þannig að líf þitt hef­ur um­turn­ast. Nýtt barn á leiðinni, nýr maki og nýtt heim­ili. Hvernig æxlaðist þetta?

„Já, lífið er stund­um óút­reikn­an­legt. Þegar ég kom til Íslands við tök­ur á fyrstu seríu af Ráðherr­an­um um­turnaðist líf mitt. Mér fannst ég loks vera kom­in í rétt spor eft­ir æv­in­týra­mennsku sem var ef til vill kom­in held­ur langt frá mín­um kjarna. Og í kjöl­farið áttu sér stað mikl­ar breyt­ing­ar. Þetta tíma­bil hef­ur bæði verið það besta og það erfiðasta sem ég hef tek­ist á við. Að ganga í gegn­um skilnað tek­ur held ég alltaf gríðarlega á, sama hversu mik­ill kær­leik­ur og vin­semd er að leiðarljósi, eins og var í mínu til­felli. Maður vill fyrst og fremst gera það sem er best fyr­ir börn­in, vernda þau og setja gott for­dæmi og ég trúi því að okk­ur hafi tek­ist það. Við fyrr­ver­andi maður­inn minn erum sem bet­ur fer góðir vin­ir og erum hluti af lífi hvort ann­ars. Og svo kem­ur lífið manni á óvart. Ástin bankaði held­ur bet­ur á dyr, eig­in­lega bara ruddi þeim niður með lát­um, og ég hef fundið ham­ingju sem ég var búin að sann­færa sjálfa mig um að væri bara ekki til. Ró í sál­inni, bjart­sýni, end­ur­vak­in for­vitni og jafn­vægi,“ seg­ir Aníta.

Hvernig kynnt­ust þið Hafþór og hvað var það við hann sem heillaði þig?

„Við unn­um sam­an í tveim­ur kvik­mynda­verk­efn­um og urðum fyrst góðir vin­ir. Ég tók strax eft­ir því hvað hann hef­ur bjarta nær­veru. Það eig­in­lega geisl­ar af hon­um. Hann er ein­stak­lega næm­ur ein­stak­ling­ur og ljúf­ur, for­vit­inn og op­inn. Lífið er gott með hon­um,“ seg­ir hún.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni í Morg­un­blaðinu.

Aníta Briem prýðir forsíðu Smartlandsblaðsis sem kom út í dag.
Aníta Briem prýðir forsíðu Smart­lands­blaðsis sem kom út í dag.
mbl.is