Fyrsta flug Play til Marrakesh kallaði á trommuslátt

Beint flug á spennandi staði | 18. október 2024

Fyrsta flug Play til Marrakesh kallaði á trommuslátt

Flugfélagið Play flaug sína fyrstu ferð til Afríku í gær. Ferðinni var heitið til Marrakesh og fengu gestir vélarinnar góðar móttökur við lendingu í afrísku borginni. Tekið var á móti fólki með tommuslætti og tónlist.

Fyrsta flug Play til Marrakesh kallaði á trommuslátt

Beint flug á spennandi staði | 18. október 2024

Mikil gleði ríkti þegar flugvél Play lenti í afrísku borginni …
Mikil gleði ríkti þegar flugvél Play lenti í afrísku borginni Marrakesh í gær. Samsett mynd

Flug­fé­lagið Play flaug sína fyrstu ferð til Afr­íku í gær. Ferðinni var heitið til Marra­kesh og fengu gest­ir vél­ar­inn­ar góðar mót­tök­ur við lend­ingu í afr­ísku borg­inni. Tekið var á móti fólki með tommuslætti og tónlist.

Flug­fé­lagið Play flaug sína fyrstu ferð til Afr­íku í gær. Ferðinni var heitið til Marra­kesh og fengu gest­ir vél­ar­inn­ar góðar mót­tök­ur við lend­ingu í afr­ísku borg­inni. Tekið var á móti fólki með tommuslætti og tónlist.

Viðburður var hald­inn á Kefla­vík­ur­flug­velli fyr­ir brott­för þar sem Ein­ar Örn Ólafs­son, for­stjóri Play, og Svein­björn Indriðason, for­stjóri Isa­via, ávörpuðu gesti í til­efni dags­ins.

Flogið er tvisvar í viku til Marra­kesh, á fimmtu­dög­um og sunnu­dög­um, og er flugið um fimm klukku­stund­ir.

Töfr­andi borg

Marra­kesh er töfr­andi borg þar sem gamli tím­inn og nú­tím­inn mæt­ast. Þar geta ferðalang­ar auðveld­lega gleymt sér á lif­andi mörkuðum, eða inn­an um stór­feng­lega bygg­ing­ar­list. Marra­kesh er ein fjög­urra keis­ara­borga Mar­okkó og höfuðborg Marra­kesh-Safi svæðis­ins.

Þessi stór­brotna borg er staðsett við ræt­ur hinna frægu Atlas­fjalla. Borg­in er oft kölluð rauða borg­in vegna rauðs sand­steins sem áður fyrr var notaður sem bygg­ing­ar­efni og set­ur enn svip sinn á Marra­kesh. Með tím­an­um hef­ur borg­in vaxið og orðið að sann­kallaðri menn­ing­ar-, trú­ar- og viðskiptamiðstöð Mar­okkó.

Boðið var upp á veitingar á Keflavíkurflugvelli fyrir brottför.
Boðið var upp á veit­ing­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli fyr­ir brott­för. Ljós­mynd/​Aðsend
Mikil gleði ríkti á flugvellinum í Marrakesh.
Mik­il gleði ríkti á flug­vell­in­um í Marra­kesh. Ljós­mynd/​Aðsend
Gleðin var í hávegum höfð.
Gleðin var í há­veg­um höfð. Sam­sett mynd
Gómsætar veitingar voru á boðstólnum.
Góm­sæt­ar veit­ing­ar voru á boðstóln­um. Ljós­mynd/​Aðsend
Marrakesh er nýjasti áfangastaður Play.
Marra­kesh er nýj­asti áfangastaður Play. Ljós­mynd/​Aðsend
Starfsmenn Play voru glaðir í bragði.
Starfs­menn Play voru glaðir í bragði. Ljós­mynd/​Aðsend
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, …
Svein­björn Indriðason, for­stjóri Isa­via, og Ein­ar Örn Ólafs­son, for­stjóri Play, klipptu á borðann.
Sveinbjörn Indriðason.
Svein­björn Indriðason. Ljós­mynd/​Aðsend
Líf og fjör var á Keflavíkurflugvelli.
Líf og fjör var á Kefla­vík­ur­flug­velli. Ljós­mynd/​Aðsend
Mikil spenna var í loftinu.
Mik­il spenna var í loft­inu. Ljós­mynd/​Aðsend
DJ Dóra Júlía lét sig ekki vanta.
DJ Dóra Júlía lét sig ekki vanta. Ljós­mynd/​Aðsend
Marókkoski fáninn hékk víða.
Marók­koski fán­inn hékk víða. Ljós­mynd/
Glaður farþegi.
Glaður farþegi. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is