Rannsóknin komin vel á veg

Rannsóknin komin vel á veg

Gæsluvarðhald yfir 16 ára pilti, sem er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi á Menningarnótt með þeim afleiðingum að 17 ára stúlka lést, rennur út á morgun.

Rannsóknin komin vel á veg

Hnífstunguárás á Menningarnótt | 21. október 2024

Líklegt má telja að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald …
Líklegt má telja að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir piltinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæsluvarðhald yfir 16 ára pilti, sem er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi á Menningarnótt með þeim afleiðingum að 17 ára stúlka lést, rennur út á morgun.

Gæsluvarðhald yfir 16 ára pilti, sem er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi á Menningarnótt með þeim afleiðingum að 17 ára stúlka lést, rennur út á morgun.

Lögreglan mun taka ákvörðun á morgun hvort óskað verði eftir lengra varðhaldi yfir piltinum að sögn Elínar Agnesar Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 25. ágúst eða í átta vikur.

„Rannsókninni miðar vel og hún er komin vel á veg,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, í samtali við mbl.is.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði við mbl.is ekki alls fyrir löngu að hann reiknaði með því rannsókn málsins lyki á næstu vikum.

Bráðabirgðaniðurstöður úr krufningu liggja fyrir en óvíst er hvort lögreglan greini frá þeim fyrr en hugsanlega ef ákæra verður gefin út í málinu. 

mbl.is