„Við þurfum að vera raunsæ og skynsöm“

Raddir Grindvíkinga | 21. október 2024

„Við þurfum að vera raunsæ og skynsöm“

Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, er ánægð með að búið sé að opna Grindavík á ný. Hún vonast til þess að meira líf færist nú í atvinnulífið.

„Við þurfum að vera raunsæ og skynsöm“

Raddir Grindvíkinga | 21. október 2024

Ásrún ræddi við blaðamann mbl.is í Grindavík í morgun.
Ásrún ræddi við blaðamann mbl.is í Grindavík í morgun. mbl.is/Eyþór Árnason

Ásrún Helga Krist­ins­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Grinda­vík­ur, er ánægð með að búið sé að opna Grinda­vík á ný. Hún von­ast til þess að meira líf fær­ist nú í at­vinnu­lífið.

Ásrún Helga Krist­ins­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Grinda­vík­ur, er ánægð með að búið sé að opna Grinda­vík á ný. Hún von­ast til þess að meira líf fær­ist nú í at­vinnu­lífið.

„Þetta leggst bara ljóm­andi vel í okk­ur, þetta er góður tíma­punkt­ur. Við höf­um talað um það að við þurf­um að nýta þessa tím­aramma á milli at­b­urði vel og það er búin að fara fram mik­il vinna í bæn­um, gera bæ­inn ör­ugg­an að nýju og já við erum bara brött og ánægð með þessa ákvörðun.“

Ásrún seg­ir bæj­ar­búa al­mennt ánægða með opn­un­ina. „Fólk hef­ur talað um súr­efni til at­vinnu­lífs­ins og við vilj­um líka kannski aukið frelsi.“

Ekki sjálf­gefið að fyr­ir­tæki opni

Opnað var fyr­ir aðgengi að Grinda­vík­ur­bæ á nýj­an leik klukk­an 6 í morg­un og fólk get­ur nú ekið í bæ­inn hindr­un­ar­laust.

Lít­il þjón­usta er í boði í sveit­ar­fé­lag­inu að svo stöddu en Ásrún von­ast til þess að meira líf fær­ist í at­vinnu­lífið nú þegar fólk kem­ur aft­ur í sveit­ar­fé­lagið.

„En við höf­um jafn­framt sagt það að það er ekk­ert sjálf­gefið að fyr­ir­tæki sem hafa verið lokuð hér í tæpt ár opni bara sí svona. En það eru ein­hverj­ir aðilar að skoða það og það er mik­il­vægt,“ seg­ir Ásrún.

Nettó var eina mat­vöru­versl­un­in í Grinda­vík en er núna lokuð. Ásrún seg­ir að fyr­ir­tæki á borð við Nettó þurfi nú að meta hvort að það sé rekstr­ar­grund­völl­ur í Grinda­vík að svo stöddu.

Það var mikið líf í höfninni í morgun.
Það var mikið líf í höfn­inni í morg­un. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Boðið upp á kaffi og kræs­ing­ar á miðviku­dög­um

Hún seg­ir miklu máli skipta að fólk sem komi í sveit­ar­fé­lagið, hvort sem um ræðir Íslend­inga eða ferðamenn, fái já­kvæða upp­lif­un af heim­sókn­inni.

Blaðamaður mbl.is ræddi við Ásrúnu í Kvik­unni, menn­ing­ar­húsi Grind­vík­inga, en und­an­farn­ar vik­ur hef­ur þar verið boðið upp á kaffi og kræs­ing­ar á miðviku­dög­um fyr­ir Grind­vík­inga.

Á þeim viðburðum hafa menn verið með áhuga­verð er­indi um hina ýmsu hluti sem Grind­vík­ing­ar hafa tekið vel í. Áfram er stefnt að því að halda viðburðunum gang­andi alla miðviku­daga.

„Þessu er ekki lokið“

Nú eru marg­ir bún­ir að selja sín­ar eign­ir og svo fram­veg­is. Hvernig sjáið þið fyr­ir ykk­ur fram­haldið, íbúa­fjöldi mun minnka ekki satt?

„Jú, íbúa­fjöldi minnk­ar og við höld­um að hann standi núna í rúm­um 1.600. En það var liður í upp­bygg­ingu fólks­ins að setj­ast niður ein­hvers staðar og hefja eðli­legt líf. En þetta tek­ur tíma og þetta er lang­hlaup. Við erum enn í miðjum at­b­urði, þessu er ekki lokið þannig ég held að við þurf­um að vera þol­in­móð og raun­sæ,“ seg­ir hún.

Börn ekki eft­ir­lits­laus í bæn­um

Í til­kynn­ingu Grinda­vík­ur­nefnd­ar­inn­ar við opn­un bæj­ar­ins seg­ir að Grinda­vík sé ekki bær fyr­ir börn. Ásrún seg­ir að eng­in börn séu eft­ir­lits­laus í bæn­um og minn­ir á að skól­ar séu ekki opn­ir í bæn­um.

„Ég heyri líka til dæm­is af íbú­um sem segja „við erum með svo mikla heimþrá að við ætl­um að fara og vera í Grinda­vík um helg­ina og leyfa krökk­un­um aðeins að drekka í sig grind­víska loftið“. En þetta kem­ur bara smátt og smátt og við þurf­um að vera raun­sæ og skyn­söm,“ seg­ir Ásrún að lok­um.

mbl.is